þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Í Varmahlíð fór ég að skrifa ákveðna klausu inn í skáldsöguna en breytti svo til og gerði hana að útvarpspistli. Eftir það hef ég alvarlega verið að velta fyrir mér muninum á því að sýna og segja frá.

Hvers vegna hefur matreiðsla í vegasjoppum ekkert breyst í áratugi? Og hún er alls staðar eins. Þetta er ekki matreiðsla heldur algjörlega stöðluð útgáfa af skyndibitum. Enginn munur er á Staðaskála og miklu minni sjoppum. Síðan er hvergi tekið af borðum fyrr en undir lok vaktarinnar, nema kannski helst í Varmahlíð. Ástæðan er líklega sú að það er svo mikið að gera, alltaf stríður straumur af fólki að kaupa sér hamborgara og franskar.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það eru tíu háskólar á Íslandi og engum hefur dottið í hug að rannsaka hvernig á því stendur að vegasjoppur skuli bera fram sama eitraða ruslið áratug eftir áratug. Trúlegra er enn þá hættulegra að eta í vegasjoppunum heldur en keyra á lífshættulegum vegunum. En engu að síður hefur enginn vakið máls á þessu, fyrr en þú núna. Og hafðu þökk fyrir.

4:39 e.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka þér. Ég hef nú heyrt einhverja umræðu um þetta áður en það er orðið langt síðan.

4:41 e.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þórarinn Eldjárn lýsir skemmtilega andrúmsloftinu í kvæðinu "Staðarskáli er Ísland".

5:02 e.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég man eftir þessu kvæði en lýsir það ekki fremur því sem Ísland var? Þessu fremur einsleita þjóðfélagi sem enn ríkti hér fram á 9. áratuginn og lifir núna í vegasjoppunum?

5:27 e.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég var á Vegamótum á Snæfellsnesi fékk ég mjög góða samloku með reyktum silung. Hef ég ekki rekist á slíkt annars staðar.

2:47 f.h., ágúst 03, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Athyglisvert. Gömul kona var í för sem fékk sér plokkfisk í Staðaskála og kjötsúpu á Brú. Báðir réttirnir ollu henni skelfilegum vonbrigðum og er hún þó ekki þrasgjörn.

2:49 f.h., ágúst 03, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ástæðan fyrir því að ég smyr nesti fyrir langar bílferðir.

1:52 e.h., ágúst 03, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta á varla eftir að breytast til batnaðar í Hrútafirðinum í bráð, sömu eigendur að Staðarskála og Brú.

4:31 e.h., ágúst 03, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home