miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Kitlið

7 Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

1. Skrifa skáldsögur og fleiri smásögur
2. Verða minna en 100 kíló
3. Fara aftur til Bandaríkjanna
4. Vera með útvarps- eða sjónvarpsþátt
5. Fá æði fyrir nýrri hljómsveit eða tónlistarmanni
6. Vera ekki í föstu starfi
7. Lesa non-fiksjón að staðaldri

7 Hlutir sem ég get gert

1. Verið fyndinn
2. Skrifað
3. Haldið lagi
4. Kýlt menn
5. Sjarmerað fólk
6. Haldið ræður
7. Hlaupið lengi án þess að verða örmagna

7 Hlutir sem ég get ekki gert

1. Teiknað
2. Spilað á hljóðfæri
3. Spilað góða knattspyrnu
4. Ráðið niðurlögum manna sem ég er búinn að kýla
5. Dansað
6. Sagt kjánahrollur
7. Gert við hluti

7 Hlutir sem heilla mig við hitt kynið

1. Stór rass - stæltur, hár en dálítið feitlaginn líkami ásamt fríðu búlduleitu unglegu andliti og strípur í hári
2. Ungur aldur, þó ekki undir tvítugu
3. Unglegar konur um fimmtugt
4. Erla
5. Falleg augu og ákveðið augnaráð
6. Skrýtin rödd - stundum
7. Spontanítet og kæruleysi í tali

7 Frægir kvenmenn sem heilla mig

1. Hanna Birna
2. Stóra svarthærða vinstri-grænan í borgarstjórn; man ekki hvað hún heitir
3. Merkel - nýi kanslarinn
4. Ragnheiður Gröndal (Vá!)
5. Kastljósstelpan, man ekki hvað hún heitir - þessi gáfulega sem Kristján Jóh. blammeraði í hita leiksins
6. Kate Winslet
7. Heiða í Idol

7 orð sem eg segi oftast

1. Rassgat
2. Hóra (lókal grín í vinnunni - táknar ekki konur eða kynlíf)
3. Nám! (með afar sérstökum framburði - lókalhúmor með krökkunum)
4. Herra
5. Þér og yður
6. Gríðarlega (eða skrifa)
7. Skyndilega (þ.e. skrifa)

7 manneskjur sem ég ætla þokkalega að kitla
1. Tinna
2. Ljúfa
3. Kristjón Kormákur
4. EÖN
5. Hildur Lilliendahl
6. Skarpi
7. Pez

19 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Jæja já, takk fyrir það en ég skil ekki alveg hvernig þetta virkar. Geri ég bara svona lista nákvæmlega eins og þú gerðir? Nema með karlmönnum þar sem þú varst með konur?

9:56 f.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki fyndinn. Það er misskilningur. Eyvi er til dæmis fyndinn og satt best að segja betri penni.

10:06 f.h., nóvember 23, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, Tinna. Nákvæmlega.

11:17 f.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst er víst fyndinn. Ég er meira hlægilegur.
Eða var það öfugt?

1:49 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyvi var samt mjög fyndinn í Jing og Jang!

1:57 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er hægt að losna undan því að fá Blaðið?

2:29 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var ekkert fyndið í Jing Jang... Þar var allt sorglegt.

Ég vil beina þeim tilmælum til gesta þessarar síðu að fara beinustu leið á Xfm.is og kjósa Jing Jang sem versta sjónvarpsþátt ársins í Gullkindinni. Hann á það skilið.

Afsakaðu, Ágúst, að ég noti síðuna þína til að auglýsa þetta, en þetta er mjög þarft málefni.

2:54 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, fékkstu heiðurslaun listamanna?

4:01 e.h., nóvember 23, 2005  
Blogger Skarpi said...

Þakka þér fyrir að troða mér í þennan ágæta hóp! Ég tek þetta til umhugsunar.

Mér líst stórvel á að þú finnir þér nýja hljómsveit til að fá dálæti á. Það er einn listamaður til, þónokkur lærifaðir Thownsends, það hann Raymond minn. Ég mæli með honum, finndu þér bara eitthvað best-of.

Annars ertu mjög fyndinn... ef Hanna Birna heillar þig!

5:54 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

2. Björk Vilhelmsdóttir
5. Eyrún Magnúsdóttir
PS. Hvernig finnst Erlu að vera númer fjögur?
Kannski jafntefli í staðinn fyrir "þú ert góður í íslensku" eða eitthvað svoleiðis.

7:14 e.h., nóvember 23, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég lít ekki á þetta sem vægisröð og hefði átt að fella tölustafina burtu. Ég segi t.d. oftar "herra" en "rassgat". En svo ég svari spurningu þinni heiðarlega þá var Erla hundfúl með þessa færslu og tók ekki blíðlega á móti mér áðan. Hún er líka búin að fá sig fullsadda af að sjá nafn Hönnu Birnu á þessari síðu.

9:28 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kann konan þín ekki enn að meta Hönnu Birnu húmorinn?

10:44 e.h., nóvember 23, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svo virðist ekki vera.

10:45 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Stóra svarthærða vinstri-grænan...
Skemmtileg kvenlýsing þetta.

10:52 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að hún Hanna Birna hafi frétt það einhversstaðar að þú ert bálskotinn í henni í leyni vegna þess að hún brosað núna óslitið í nokkra mánuði, eða alveg síðan þú byrjaðir að blogga. Áður var hún alltaf á svipinn eins og hún fyndi vonda lykt.

Nú, eða þá að borgarstjórnarminnihlutinn hafi fundið sér nýtt almannatengslafyrirtæki sem skipar öllum að láta aldrei sjá sig óbrosandi.

- Sólbráð

6:18 e.h., nóvember 24, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kannski á ég þá einhvern þátt í að hún náði 2. sætinu?

6:19 e.h., nóvember 24, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, örugglega. Lesendur þínir hafa skipt sköpum í prófkjörinu.

9:31 e.h., nóvember 24, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:52 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home