þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Útgáfuhátíð Græna hússins

Hið nýstofnaða bókaforlag Græna húsið heldur sína fyrstu útgáfuhátíð á Súfistanum Laugavegi 18 þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20. Rúnar H. Vignisson kynnir útgáfubækur forlagsins, Feigðarflan, Silfurvæng og Þetta snýst ekki um hjólið. Ennfremur flytja Rúnar Þórisson og Lára Rúnarsdóttir nokkur lög af nýútkomnum geisladiski Rúnars, Ósögð orð og ekkert meir.

Bækur Græna hússins verða á sérstöku útgáfutilboði í verslunum Pennans-Eymundsson af þessu tilefni.

Græna húsið
www.graenahusid.is