föstudagur, febrúar 24, 2006

Mörgu góðu fólki skulda ég matarboð í gegnum tíðina (fyrirgefðu Jón Óskar og margir fleiri) en eitt ætla ég að efna þessa helgi: Rúnar Helgi, frú og synir koma til okkar annað kvöld í hnetusteik og pizzur. Ekki efa ég að við Rúnar munum ræða bókmenntir en ég ætla líka að fá strákana hans í FIFA 06 og gá hvort mér gengur betur að vinna þá en Kjartan.

Vel má vera að ég skreppi með Erlu á Capote á sunnudaginn. Það er ein af fáum bíómyndum sem ég ætla ekki að missa af.

9 Comments:

Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Við fyrsta lestur sýndist mér þetta vera: "Vel má vera að ég skreppi með Erlu Capote í bíó..." Flott viðurnefni.

9:19 f.h., febrúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ein spurning: Talaði þessi Capote virkilega svona? Fordómar í mér - ég hef ekki séð myndina - en röddin er alveg ótrúleg. Talar einhver svona í alvörunni?

10:39 f.h., febrúar 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sá Capote sjálfan leika aukahlutverk í gamanmynd sirka 1980 og já, þá talaði hann mjög sérkennilega.

2:51 e.h., febrúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann talaði vissulega svona. Gott ef þetta var ekki eitthvað talmein.

Ég hlakka mikið til að sjá Capote. Mæli líka með Walk the Line - myndinni um Johnny Cash. Hún er snilld.

3:05 e.h., febrúar 25, 2006  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Ég er ósammála því að myndin um Cash sé snilld. Á köflum minnti hún mig á ameríska sjónvarpsmynd. Það er snyrtilega frá því greint hvernig Cash óx úr grasi - sagarblaðið og bróðirinn er firnasterkt atriði - en síðan gerist ekki neitt. Jú, karlinn fékk sér nokkrar pillur og nokkrar pík... stelpur, og söng bærileg lög. Flaut með rokkbylgjunni yfir í ólifnaðinn, rankaði við sér og síðan var myndin búin.

Johnny Cash í hugum nútímafólks er ekki þessi Johnny, heldur hinn sem gerði American Recordings þegar hann vissi sjálfur að hann væri dauðvona með krabba og tók þá söngbókina alla svo listilega vel. Þá loks varð hann brilljant og blessuð sé minning hans.

8:58 e.h., febrúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eydalskar pælingar hja Ragnari!

Ljotur

11:24 e.h., febrúar 25, 2006  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Eydalskur meaning what? Ég bý í Eyjafirði sem er fegurstur fjarða.

11:28 e.h., febrúar 25, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home