sunnudagur, mars 05, 2006

Það er eitthvað algjörlega nýtt að gerast í mínum skáldskap þessa dagana og þetta hökt sem gengið hefur í eitt ár með nokkrum leiftrandi köflum af og til, er nú á enda. Niðurstaðan verður líklega bæði kunnugleg og nýstárleg í senn. Ég veit ekki hvort ég verð með bók í haust, það skýrist eftir sirka þrjá mánuði.