þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ég fékk þennan tölvupóst í morgun:


Sæll Ágúst Borgþór.
Nú stendur yfir endurskipulagning á ritstjórn Blaðsins, sem einnig tekur til fjármála. Af þeim sökum þarf ég að binda enda á samstarf þitt og Blaðsins hvað kaup á efni varðar. Ástæðan er ekki ónægja með þín skrif, öðru nær, þeim hefur verið vel tekið innan og utan ritstjórnar. En breytt forgangsröðun er nauðsynleg á ritstjórninni sem m.a. hefur þetta í för með sér. Mér þykir það leitt og læt í ljós þá von að frekara samstarf verði mögulegt í framtíðinni.
Um leið og ég þakka þér störf þín fyrir Blaðið sendi ég þér góða kveðju.
-Ásgeir Sverrisson
Ritstj.


----------
Ég sé ekki betur en hér hafi skapast tækifæri fyrir aðra og betur stæðari fjölmiðla. Ég kem frá mér nokkuð auðveldlega 2-3 pistlum í mánuði. Á hinn bóginn er líka alltaf þægilegt að vera laus við pistlaskrif, það fylgir þeim ákveðið álag.

Allt um það eru uppsagnir alltaf óþægilegar, þó að þessi teljist með þeim vægari. Þegar ég var úti í Darmstadt í janúar tók ég að ímynda mér eitt kvöldið að þegar ég kæmi heim yrði ég búinn að missa bæði konuna og starfið. Ef mönnum er sagt nógu víða upp þá eru þeir ekkert lengur. Þá er ekkert eftir nema að standa á nánast mannlausu Hlemmtorginu og góla vitfirrtur út í loftið.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst góð tilfinning að hafa einhverju að tapa... Ef maður hefur engu að tapa á maður ekkert. Og ef maður hefur það hugfast að maður hafi öllu að tapa held ég að maður leggi harðar að sér á öllum sviðum: Samböndum, vinnunni, listsköpun og svo framvegis.

Hitt er svo annað mál að það er alltaf leiðinlegt að missa eitthvað, sama hvort það er stórt eða lítið. En þá getur maður alltaf verið því feginn að hafa frekar misst það litla en það stóra, ekki satt?

1:50 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Blaðið er ágætt - en það er bara blað. Blessaður vertu það kemur eitthvað annað ...

2:06 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

BETUR STÆÐARI? Ekki myndi ég ráða þig. En gangi þér vel samt.

3:26 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, við vitum alveg hverja þú myndir ráða, telpa - VINI ÞÍNA og bara VINI ÞÍNA. Við skulum bara vona að þú komist ekki til mikilla áhrifa.

3:33 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Mér fallast hendur. SLAKAÐU ÐE FOKK Á! Ég var að segja þetta: Það er hugsanlega miður vænlegt til árangurs að vera ráðinn í vinnu við skriftir ef maður auglýsir starfskrafta sína í bloggfærslu með ljótri og hvimleiðri málvillu. Þú átt á hættu að þeir sem sjá um þessar ráðningar séu jafnviðkvæmir fyrir svona villum og ég er.

Auðvitað áttu líka á hættu að þeir eigi jafnmikið af hæfileikaríkum og skemmtilegum vinum og ég, en það er allt annað mál :p Speaking of which, Nýhil á Rósenberg í kvöld? Eða er Lafleur-hátið?

3:42 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Öhömm. ,,Það er hugsanlega miður vænlegt til árangurs að vera ráðinn í vinnu við skriftir". Kom vel á vondan. Mér til huggunar var þetta ekki atvinnuauglýsing.

3:43 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er OA-fundur.

3:45 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er velið að tala um þig í Víðsjá, Ágúst!
Áfram! Niður með pípið í Fréttablaðinu

6:07 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvað eru þeir að segja?

6:09 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er gaman að heyra. Þarf að tékka á þessu í vefupptökum. Þakka þér fyrir að segja mér frá þessu.

6:22 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara verið að jarða þessa ÞÞ stæla snyrtilega

6:25 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jarða ÞÞ Stælana? sá blaðið, heyrði rás eittið.

Oflofið á rás eitt var háð, en kemur ekki á óvart þó það fara fyrir ofan garð og neðan hjá fastagestum hér.

8:17 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

neinei, það var engin hylling en ekkert háð. Það verður alltaf til fólk eins og þú sem heldur að allt sé háð.

8:25 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Já, fólk eins og Haukur Ingvarsson er vandfundið. (Enda er hann vinur minn ;)) Og þetta var hvorki oflof né háð. Var sammála hverju orði.

8:47 e.h., febrúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

"Nú stendur yfir endurskipulagning á ritstjórn Blaðsins, sem einnig tekur til fjármála." Leidinlegt og klisjulegt, thydir bara thu ert rekinn.
Skemmtileg skot i Vidsja.

Ljotur

9:34 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hugsa að þetta sé alveg rétt hjá þér, telpa, og þessi ummæli mín í dag voru nú bara stælar í mér. Bestu kveðjur.

11:48 e.h., febrúar 28, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:03 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home