þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ég las undarlegan smáspistil í Fréttablaðinu í nótt, einn af þeim sem myndskreyttir eru með blýantsteiknuðum andlitsmyndum af blaðamönnunum. Umræddur blaðamaður, sem er ötull lesandi þessarar síðu, segir þar að rauðvínsdrykkja hafi sambærileg ofskynjunaráhrif á sig og LSD-neysla hafði á Jim Morrisson. Síðan lýsir hann ofboðslegum en þó um leið óttalega klisjukenndum ofskynjunum sem rauðvínið veldur honum. Það sem gerir þetta ennþá sérkennilegra er að viðkomandi blaðamaður var síðast þegar ég vissi yfirlýstur óvirkur alki og þar með bindindismaður þannig að líklega er þetta allt saman skáldskapur. Hann lýkur síðan greininni á því að lýsa því yfir að hann sé þunglyndur. - Það getur kannski verið dálítið varasamt að hafa óheftan og óritskoðaðan aðgang að mest lesna blaði landsins.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Talandi um Fréttablaðið, þú varst áður búinn að minnast á ljóðasamkeppnina sem þar fer fram - hvað finnst þér um keppnina nú þegar hún hefur næstum runnið sitt skeið?

3:55 e.h., apríl 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef ekki lesið ljóðin vel og get ekki dæmt um þau. En þetta er mjög sniðugt framtak.

3:57 e.h., apríl 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Tja, það getur vel verið að þessi sé að ímynda sér drukk eða að hann sé óvirkur óvirkisalki en samt...

...hann er allavega ekki feitur!

4:35 e.h., apríl 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er ég of formfastur að ætlast til þess að það sé einhver vitglóra í því sem birtist í blaði sem tekur sig jafn hátíðlega og Fréttablaðið?

Heldur þú að offituathugasemdir bíti eitthvað á mig?

4:40 e.h., apríl 25, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Þú hefðir betur látið þetta ógert Ágúst. Þetta var ekki nógu töff. Það er ekki töff að hefna sín.

5:05 e.h., apríl 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held ég viti hvaða mann þú átt við. Er hann ekki með gleraugu? Allir pistlarnir hans snúast um það að hann sé óvirkur alkahólisti. Burtséð frá þessum manni þá er það einkenni á mjög mörgum óvirkum ölkum að þeir eru mun skárri fullir. Ófullir láta þeir biturleika sinn bitna á öllu og öllum í kringum sig og eru gjörsamlega óþolandi. Greyin.

11:04 e.h., apríl 25, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég vil leyfa mér að mótmæla þessu. Ég vil halda því fram að alkóhólistar séu gegnumsneitt betri edrú og margir býsna skemmtilegir þannig.

2:43 f.h., apríl 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gegnumsneitt? Annar helmingurinn óþolandi og hinn í lagi. Já, get skrifað undir það.

9:46 f.h., apríl 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeir óvirku sem ég þekki eru býsna skemmtilegir.

Það hlýtur líka að liggja í augum uppi að ef þú ert leiðinlegur þegar þú ert edrú ertu einfaldlega leiðinlegur einstaklingur. Ef maður þarf áfengi til að vera skemmtilegur held ég að vandinn liggi frekar í því að maður sé fífl heldur en einhverju öðru.

2:11 e.h., apríl 26, 2006  
Blogger Þórhallur said...

W.C sagði ( ekki kamarinn heldur stjórnmálamaðurinn ) ég drekk ekki til að verða skemmtilegur - heldur til að gera annað fólk skemmtilegra!

Ef maður vinnur á fréttablaðinu þá þarf maður kannski á búsinu að halda?

8:31 e.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er einhver Þórarinn sem stundum skrifar helvíti hressar greinar í Fréttablaðið. Kjöt og blóð. Annað en þetta kaloríulausa gelt frá Gústa sem Blaðið reyndar gafst uppá.

3:30 e.h., apríl 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já og fyrst hann á áðdáendur eins og þig þá hlýtur hann að vera frábær. Eða þannig ...

3:44 e.h., apríl 28, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home