miðvikudagur, apríl 26, 2006

Að skipta um útgefanda

Ég efast ekki um að þeir höfundar sem hafa skipt um útgefanda undanfarið hafa gert það af gildum ástæðum. En af því tilvikin eru orðin svona mörg eru líkur á að til hafi orðið trend, þ.e. að nú eigi einhverjir eftir að skipta um útgefanda af því það er komið í tísku og til þess að vekja á sér athygli. Nei, ég segi svona.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ætlar nú ekkert að fara að skipta um úgefanda, er það?

1:10 f.h., apríl 27, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Neinei, ég get ekki tekið þátt í þessum leik, er bara feginn ef einhver vill gefa mig út.

1:12 f.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Heldurðu að þú værir ekki frægari (og þar með betri) ef þú værir gefinn út af stærra kompaníi?

1:59 f.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hugmynd, maður.
Ágúst, eigum við að fara saman í frægðareltingarleik? Við getum skrifað Biblíu ljóta fólksins í sameiningu. Þá verðum við pottþétt stjörnur á einni nóttu.

2:33 f.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gætuð skrifað biblíu bitra fólksins. Hugsa að hún yrði betri.

3:15 f.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Skrítið hvernig orð geta tapað merkingu sinni. Var hann ekki kallaður stjarna um daginn - maðurinn sem flutti fíkniefni til landsins innvortis? Að honum frátöldum þá eru stjörnur dagsins eitthvað svo innantómar. Held að Ágúst Borgþór sé of jarðbundinn til að vera þannig stjarna. Held að sjarminn felist ekki hvað síst í því.

10:35 f.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einhver nafnleysinginn verður líka að taka sig til og skrifa biblíu fyndna fólksins.

12:23 e.h., apríl 27, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Djöfull eru þetta glataðar umræður og ekki í nokkru samræmi við pistillinn. Þið eruð nú meiru innantómu gasprararnir allir með tölu.

12:25 e.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Biblíu nafnlausa fólksins?

1:59 e.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er kannski ekki svo einfalt að skipta um útgefanda og það hljómar, sjálfsagt dálítið einsog að skipta um ástkonu eftir að hundshaus vex á þá fyrri. En að það þurfi að koma fréttatilkynning um slík auvirðileg makaskipti, það nær auðvitað ekki nokkurri átt. Fjandinn hafi það, mega höfundar ekki pýta sig og kjálka sig niður hjá nýjum forleggjara án þess að þeir geri úr því eitthvert allabaddarífransí. Mér finnst þetta meir en lítið óviðurkvæmilegt, þeas að höfundar hugsi meira um að vera sviðskraftar og sápukassamenn, en það sem fer þeim best, þeas að ragast í bókum eða skrifa pistla. Eða eru íslenskir höfundar orðnir svona helvíti sjálfhverfir að inntak þeirra er orðið hvað stendur um þá neðanmáls einhversstaðar með dálítilli kvolaðri prentsvertu í auglýsingablaði? Jájá, gott og vel ágætu nafnar og jafn innihaldslausu frammíkallarar, það er vissulega hægt að segja að þeir lifi á að halda athyglinni á lífi, en móðir guðs og frumglæðir ljóss, hvað er eiginlega orðið um innri auð hógværðarinnar og það sem kallað var hér í eina tíð „silence is golden“ og var jafnvel sungið, hvað sem það átti nú að fyrirstilla.

6:44 e.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú eru fjórar línur ekki pistill, Gústi minn. Skil ekki hvernig þú komst í gegnum menntaskólann.

9:02 e.h., apríl 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú ósennilegt að höfundar séu sjálfir að gaspra þetta út í alla fjölmiðla. Það er væntanlega forlagið sem sér um það. Eða ég get varla ímyndað mér annað. Það væri allavega mjög undarlegt af höfundi að fara að senda tilkynningar á fjölmiðla um forlagaskipti. Svipað og fólk færi að senda tilkynningar á blöð þegar það skipti um vinnustað (ja, reyndar ekkert svipað, bara nákvæmlega það sama, og alveg jafn heimskulegt og ef ég sendi tilkynningu á fjölmiðla þess efnis að ég væri farinn að vinna sem öskukall (sem ég er reyndar ekki í augnablikinu, en við útilokum ekkert)).

4:54 f.h., apríl 28, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.4
christian louboutin outlet
moncler online
longchamp outlet
ralph lauren outlet
jordan shoes
adidas ultra boost
skechers outlet
cheap jordan shoes
ultra boost
christian louboutin shoes

3:09 f.h., júlí 04, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
pandora jewelry outlet
adidas yeezy
canada goose jackets
canada goose outlet
ugg boots on sale 70% off
louboutin shoes
pandora charms
nike shoes
prada shoes
oakley sunglasses

4:21 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home