mánudagur, júní 12, 2006

Fótboltinn að breytast?

Ég var að horfa á fyrri hálfleik hjá Ítölum og Ghanamönnum. Það vekur athygli mína að tvær leiðandi knattspyrnuþjóðir og annáluð varnarlið, Þýskaland og Ítalía, eru bæði farin að spila dúndrandi sóknarleik þar sem sótt er á flestum mönnum liðanna og mikil áhætta tekin. Ítalirnir virðast þó ráða mun betur við þetta en Þjóðverjarnir að því leyti að þeir eru öruggari í vörninni þegar þeir spila þessa taktík.