mánudagur, júlí 03, 2006

Torsten Frings gæti farið í bann gegn Ítalíu vegna slagsmálanna sem urðu eftir vítaspyrnukeppnina við Argentínu. Myndir sem Ítalirnir hafa dregið fram virðast sýna Frings slá frá sér með krepptum hnefum. Hann segist sjálfur saklaus og sá sem hann á að hafa slegið segir að svo hafi ekki verið.

Annars hef ég á tilfinningunni að Ítalirnir vanmeti Þjóðverjana dálítið og telji sig miklu sterkari. Ég held að Argentínumenn hafi gert það líka. - Frakkar virðast sigurstranglegri í hinum leiknum en maður veit það svo sem ekki.