fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég er búinn að klára skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Gaddavír, í þremur eða fjórum heimsóknum á Súfistann. Ég get mælt heilshugar með þessari sögu og hvet alla til að lesa hana. Hún er meitluð, vel stíluð, áhrifamikil og hugvitsamlega uppbyggð. En þetta er nú frekar klisjukennd umsögn hjá mér því ég nenni ekki að kafa dýpra og skrifa ritdóm.

Ég er grasekkill þessa dagana, Erla farin til Rómar með vinkonum sínum. Í morgun ætlaði ég að hringja til hennar í vinnunna svo undirvitundin er greinilega ekki búin að meðtaka þetta.

Í morgun þurfti ég að fara með leikfimidót til Freyju í skólans og skynjaði strax í bekkjardyrunum hvað barnið er orðið stórt og lífsbaráttan í skólanum flóknari; henni þótti greinilega ekkert of þægilegt að fá glaðhlakkalegan pabbann í heimsókn. Bekkjarsystkinin hafa stækkað svo mikið og breyst að ég er hættur að þekkja þau í sjón.

Ég var hættur að vigta mig, búinn að fleygja vigtinni niður í kjallara, en Erla sótti hana í gærkvöld því hún þurfti að vigta ferðatöskurnar. Sjálfur var ég ennþá 105 kg í morgun en ég missti þrjú kíló í sumar. Núna stend ég í stað og geri það líklega fram yfir áramót. Ég skokkaði í mikilli hálku í gærkvöld og var hugsað til þess að alltaf seiglast maður þetta áfram. Skokkið hefur staðið yfir í tvö ár og hlýtur að vera orðið að varanlegri iðju.

Ætla að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum um helgina. Reyni samt að spilla þeim ekki of mikið.

5 Comments:

Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Ætlar þú þá ekki á reunionið hjá gömlum Stöðvar 2 starfsmönnum?

9:54 e.h., nóvember 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér hefur ekki verið boðið. Hvenær er það?

10:28 e.h., nóvember 10, 2006  
Blogger Ragnar Hólm Ragnarsson said...

Æi... það var í gærkvöldi á Nasa. En ég er handviss um að það hefur verið hundleiðinlegt, enda ekkert flogið suður.

10:34 f.h., nóvember 11, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:39 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home