mánudagur, nóvember 06, 2006

Mér finnst það billegt að afgreiða innflytjendastefnu Frjálslynda flokksins sem rasisma, sérstaklega ef þeir sem það gera hafa engin ráð eða lausnir fram að færa. Frjálslyndir eru að mótmæla lögleiðingu frjáls flæðis vinnuaflsl innan EES sem tók gildi hér í maí. Þeir vilja að lög sem giltu fyrir þann tíma gildi ennþá. Það er fyrst eftir þessa breytingu sem flæðið varð stjórnlaust og ólíklegt að nokkur yfirsýn yfir fjölda útlendinga sem hér dveljast sé til staðar. Fáránlegt er að ekki megi gagnrýna þessa lagabreytingu án þess að fá á sig rasistastimpil. Það er algjört lágmark að yfirvöld hafi stjórn á straumi útlendinga hingað í vinnu en því er ekki fyrir að fara lengur.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er alveg rétt hjá þér, að það er of djúpt í árinni tekið að tala um rasisma. Aftur má móti vantar svolítið á hófstillingu talsmanna flokksins. Það bendir til að þeir séu að fiska í gruggugu vatni til að halda lífi í flokknum.

Tal þeirra um ófremdarástand á ekki við. Það er líka skrítið að heyra menn láta eins og allt sé í kaldakoli á öðrum Norðurlöndum vegna innflytjenda.

Vitaskuld eru vandamál samfara þjóðflutningum - það eru gömul sannindi á ný. Mörg leysast þau af sjálfu sér. Meira að segja skopmyndamálið fræga hefur leitt til þess, að hófsamir danskir múslimar vilja reka af sér slyðruorðið, sem öfgaviðbrögð trúbræðra þeirra klíndu á þá.

Þegar öllu er á botninn hvolft búa fáir við betri kost en Norðurlandabúar, sem hafa drifið hagkerfi sín áfram með erlendu vinnuafli um árabil. Komið hefur
í ljós að Hagenar og Glistrupar hafa málað skrattann á vegginn og um leið valdið óþarfa uppnámi.

Umræða um innflytjendur er eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. En lítt ígrundaðar upphrópanir þarf að forðast.

12:31 e.h., nóvember 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Glistrup hafdi rett i morgu sem hann sagdi fyrir 20-30 arum sidan gagnvart muslimum. Margt af thessu folki er ofgafolk sem er næstum thvi vonlaust at lata falla inn i norrænt samfelag. Glistrup er mjog frodur um muslimiskar venjur.

Margt af thessu vinstra lidi hefur haft hrædilega naiv vidhorft gagnvart hvernig eigi ad leysa innflytjavandamalid.

I dag stondum vid fyrir framan felagslega
katastrofe a nordurlondum. Island hefur lengi vel sloppid vid innflytjendur og menn eiga ad læra af theim mistokum sem nagrannathjodirnir hafa thurft ad thola.

5:32 e.h., nóvember 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætlarðu virkilega að segja mér, Ágúst, að þú hafir lesið grein Jóns, hlustað á þennan sama Jón, hlustað á Magnús Þór og kíkt á bloggsíðuna hans, og SAMT komist hjá því að hugsa smá svona "obbobbobb, hvað er nú í gangi á þessum bænum ...?" ?
Og ef þér dugir ekki það sem upp úr þeim sjálfum rennur - hefurðu skoðað það sem fram kemur í öllum "stuðningsyfirlýsingunum" á bloggsíðu norskmenntaða fiskifræðingsins? Það sést kannski betur á þeim yfirlýsingum, en orðum þeirra Jóns og Magnúsar, til hverra hér er verið að höfða. Eða dettur þér í hug að þeir hafi ekki átt von á nákvæmlega þessum viðbrögðum?
Sorrí, Ágúst, en mér finnst það ansi billegt að afgreiða þessi ummæli þeirra félaga sem nokkuð annað en rasisma. Illa dulinn rasisma í besta falli.
Bara yfirskriftin á grein Jóns ein og sér ætti að hringja þúsund bjöllum: Ísland fyrir Íslendinga með einhverju spurningamerki sem lélegan skjöld. Og frasar Magnúsar: Mér er ekki illa við útlendinga, ég þekki meira að segja nokkra sem eru ágætir ...
Minnir þetta nokkuð á það sem orðið er að frasa, klisju, orðatiltæki sem einmitt er notað til að lýsa þeim sem illa er við homma/útlendinga/svertingja/múslíma osfrv.? : "Neinei, mér er ekkert illa við homma/útlendinga/svertingja/múslíma, nokkrir bestu vinir mínir eru einmitt ..." osfrv.
Annars er þetta ekki alveg sambærilegt hjá þeim, sýnist mér. Á meðan Jón er nær hinum hreina rasisma með yfirlýsingum sínum um "bræðralag múhameðs" sem ekki er velkomið hingað, á meðan Danir, Svíar o.s.frv. eru velkomnir, þá er Magnús meira að ala á púra xenófóbíu, óttanum við útlendinginn sem slíkan, sama hvaðan hann kemur.
Þú kallar eftir rökum - ég veit ekki hvort þetta innlegg flokkast undir slíkt. En ég verð bara að segja að ég sakna allra raka fyrir því, að þetta sé eitthvað annað en einmitt það sem sagt hefur verið að þetta sé.
Hvort tveggja, málflutningur þeirra Jóns og Magnúsar, er í besta falli lýðskrum í örvæntingarfullri atkvæðaleit meðal þeirra sem minnst hugsa - sbr. kommentin á síðu Magnúsar, og - ef þú lest þeirra skrif og hlustar á þeirra málflutning með votti af gagnrýnni hugsun - þá í versta falli (varla dulbúinn)kynding undir rasisma og útlendingaótta. Bestu rökin fyrir þessu eru einfaldlega skrif þeirra sjálfra og viðbrögð jásystkina þeirra.
Ég hreinlega neita því að jafn skynsamur maður og þú sjáir það ekki eftir örlitla yfirlegu.

12:35 f.h., nóvember 08, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það eina sem ég hef séð eru umræðurnar í Silfrinu. Mér finnst það alveg valid punktur að frjálsa flæði vinnumarkaðarins sé vafasamt. Það stuðlar m.a. að lækkun launa. En ég vil ekki reka fólk úr landi, ég vil ekki Ísland fyrir Íslendinga og ég er ekki að ganga í Frjálslynda flokkinn. En þú mættir t.d. líka athuga það sem Ögmundur Jónasson hefur sagt um það sem er að gerast í ófaglærðum störfum hér á landi eftir innstreymið frá Austur-Evrópu.

12:40 f.h., nóvember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Vissulega er vandi á höndum og mögulega, ef ekki er haldið vel á spilunum, vá fyrir dyrum - amk vesen. Gallinn er bara sá að þeir félagar, Magnús og Jón, skáka giska dapurlega í því skjólinu. Guðjón Arnar reyndi að draga aðeins í land á Rás 2 í dag og presentera þetta sem réttmætar áhyggjur af því vandamáli sem vissulega GÆTI blasað við ef ekki er rétt að málum staðið - en tókst það býsna illa, karlgreyinu. Nógu vel þó, til að bæði Solla og Steingrímur græni gátu réttlætt það fyrir sinni pólitísku samvisku að vera áfram í sambúðinni við Ófrjálslynda flokkinn sem nú virðist í burðarliðnum.
Vandamálið - gallinn - við málflutning þeirra félaga Magnúsar og Jóns er sá, að á meðan þeir hjala um að hið "frjálsa flæði" sé það eina sem þeir setja út á, leiðir afgangurinn af því sem þeir segja glögglega hið gagnstæða í ljós. Frjálsa flæðið er orðinn hlutur, það er sama hvað þeir tuða, því verður ekki snúið við. Þetta vita þeir báðir, og Magnús hefur viðurkennt það, þótt hann feli sig á bakvið frasann um að það "verði erfitt" að breyta nokkru þar um héðan af. Og nú hreykir hann sér af því að það sé honum - og hans lýðskrumi - að þakka, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að nýta sér frestinn til að leyfa frjálst flæði frá Rúmeníu og Búlgaríu.
Það sem bæði Jón og Magnús vita mætavel er hins vegar að á meðan við erum aðilar að EES komumst við ekki upp með annað en að leyfa þetta frjálsa flæði. Við getum slegið því (að hluta til) á frest, en ekki komið í veg fyrir það - og alls ekki snúið því við sem orðið er. Frumforsenda þessa upphlaups er því hræsnin ein, nema þeir gangist við því að stefnan sé að rifta/afnema EES-samninginn. Og ég reikna varla með að nokkur stjórnmálamaður með viti vilji sjá það gerast, en þú? Til hvers er þá hlaupið upp nema til innantómra atkvæðaveiða?
Þú segir að þetta stuðli að lækkun launa - hverjum er þar um að kenna? Útlendingunum sem vinna verkin?
Hverjir flytja inn þetta "ódýra" vinnuafl? Í þágu hverra er það gert?
Það eru íslenskir vinnuveitendur sem eru að ráða Pólverjana til starfa, og það er íslenskrar verkalýðshreyfingar og íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að Pólskir - og hvers lenskir sem þeir eru - verka- og iðnaðarmenn fái sambærileg laun við þá íslensku. Ef það væri tryggt, að íslenskir vinnuveitendur gætu ekki svínað og svindlað á erlendu vinnuafli eins og allt of algengt er í dag, þá væri þeirri hættu útrýmt að íslenskum starfsmönnum yrði sagt upp til að rýma fyrir "ódýru" erlendu vinnuafli.
Ef þú gætir fengið margfalt meira kaup fyrir þína vinnu annars staðar, og leptir dauðann úr skel þar sem þú værir þegar það tilboð bærist, gætir varla séð börnum þínum farborða, mundir þú hugsa þig tvisvar um? Varla.
En það sem þeir Magnús og Jón eru að gera með sínum skrifum er að beina athyglinni - undir þunnri dulu falskrar umhyggjusemi fyrir þessum sömu innfluttu verkamönnum og fyrirrennurum þeirra - að einmitt útlendingunum, fremur en rót vandans, sem er einmitt græðgi ÍSLENSKRA verktaka og peningamanna, sem skirrast ekki við að ráða erlent verkafólk langt undir lágmarkstöxtum í trausti þess að hvorki stjórnvöld né verkalýðshreyfingin sjái við þeim. Og hafa komist upp með það svínslega háttalag allt of lengi.
Þetta er þess vegna ekkert útlendingavandamál, eins og þeir Jón og Magnús hafa reynt að halda fram, heldur Íslendingavandamál.
Fyrst og fremst og nokkurn veginn algjörlega Íslendingavandamál.
Og þar fyrir utan - kannski vill einhver meina að þetta sé billeg röksemd, en hún er, í sögulegu samhengi að minnsta kosti, engu að síður býsna sannfærandi í mínum huga: Menn sem sjá ástæðu til þess að taka það fram, ítrekað og nánast í annarri hvorri setningu, að málstaður þeirra og rök séu EKKI eitt eða annað, eru yfirleitt afskaplega meðvitaðir um að málstaður þeirra og rök séu í það minnsta hættulega nærri því sem þeir hamast svo við að afneita hverju sinni...

1:25 f.h., nóvember 08, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju ertu svona reiður Tumi? Segi ekki að þú sért rasisti en er það ekki skortur á umburðarlyndi að umturnast þegar fólk viðrar skoðanir sínar?

12:53 e.h., nóvember 08, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:50 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home