þriðjudagur, desember 12, 2006

Það er hálfpartinn verið að biðja mig úr ýmsum áttum að skrifa fleiri ritdóma fyrir jólin. En það hentar mér ákaflega illa. Það er mikið að gera. Ég er daglaunamaður, ég er fjölskyldufaðir og ég er rithöfundur og það eru að koma jól. Ég kláraði Sendiherrann fyrir þónokkru síðan en smellti aldrei neinu á blað um hana. Það væri töluvert átak að gera það núna en mér þótti hún frábær. Algjörlega óumbeðinn er ég að glugga í Eitur fyrir byrjendur. Ég fór upp að síðu 40 áðan. Það var nánast nautn. Flottur stíll, draumkennt andrúmsloft, ófyrirsjáanleiki. Þrælgóður texti.

Fyrir utan þetta er ég staddur á síðu 24 í Brekkunni eftir Carl Frode Tiller sem Guttesen þýddi. Þessar fyrstu síður eru frábærar en þær voru lesnar fyrir örugglega hátt í tveimur vikum. Líklega er ég rúmlega hálfnaður með Óvini ríkisins. Eitthvað var ég líka byrjaður á Á eigin vegum, svona kaffihúsalestur, en sú bók virðist hins vegar krefjast töluverðrar einbeitingar. Ég á örugglega eftir að klára hana við tækifæri. - Ég bíð líklega með að panta mér nýju Munro-bókina, The View from Castle Hill, þar til milli jóla og nýárs en ég myndi helst vilja taka hana með mér til Heidelberg í janúar. Það verður af nógu að taka í bóklestri þangað til.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig stendur á að bækur frá stóru forlögunum fá mesta umfjöllun í fjölmiðlum fyrir jólin? Þetta er í morgunútvarpinu, síðdegisútvarpinu, Kastljósi, Silfrinu... Aldrei neitt frá Skruddu eða Nýhil.

11:33 f.h., desember 13, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég veit ekki alveg hvernig þetta hefur verið. Ég veit þó að ein skáldsaga frá Nýhil fékk krítík í Kastljósi og Flosi var í sama þætti í gær (Gamlar Syndir; Skrudda). En ég tel mig oft hafa orðið fyrir barðinu á þessari tilhneigingu.

11:42 f.h., desember 13, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:58 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home