föstudagur, febrúar 23, 2007

Mér finnst helgarblað DV verulega gott að þessu sinni, kraftmikið og fjölbreytt. Ég vona að þeim gangi sem best við að endurreisa orðspor þessa gamla fjölmiðils.

En ég veit hins vegar ekki hvernig blað getur lifað án áskrifenda og dreifingarkerfis. Dreifing er mikið vandamál í íslenskum blaðaheimi. Sá maður yrði ríkur sem kæmi með lausnina á því. Og konur eru líka menn.