miðvikudagur, september 17, 2008

Berlín

Var að koma frá Berlín. Bíð ennþá eftir því að Erla hlaði inn myndunum þaðan svo ég geti birt einhverjar hér. Ég bjó í Vestur-Berlín veturinn 1983-1984, þá vægast sagt blautur bak við eyrun. Í þessari ferð var umhverfið oftar en ekki ókunnuglegt vegna þess að svo mikið af kjarnasvæðum borgarinnar núna voru áður partur af Austur-Berlín, t.d. Alexanderplatz. Þá er Potsdamer Platz allt byggt upp eftir að múrinn féll en var áður bara dautt svæði milli múrs og eftirlitsturna austanmegin. Við vorum hins vegar á hóteli skammt frá K-damm og þá götu þekki ég afar vel, t.d. kirkjurnar þrjár við enda göturnar, ein gömul og tvær í nútímastil. Fyrstu mánuðina í V-Berlín forðum bjó ég í Holsteinische Strasse í Wilmersdorf. Við Erla löbbuðum þangað að kvöldi til en ég þekkti mig engan veginn þarna, hefði getað verið staddur í hvaða þýsku borgargötu sem er. Ég bjó hins vegar töluvert lengur í Stephanstrasse í Moabit (eða á mörkum Moabit og Tiergarten) og óneitanlega þyrluðust minningarnar upp þegar við Erla fórum þangað í hábjörtu. Við fórum inn á útivistar- og íþróttasvæðið þar sem við Jón Óskar vorum alltaf að spila fótbolta við Tyrki í gamla daga og kíktum þá á hluta af neðri deildarleik sem var í gangi, rétt eins og svo oft forðum. Við tékkuðum á krá þarna í hverfinu sem ég stundaði mikið á þessum tíma en núna var búið að loka henni. Skilti og verðlisti stóðu enn uppi en innan dyra var búið að rýma allt.

Kreuzberg er að hluta til "hipp og kúl" eins og forðum en núna virkar sá andi miklu ungæðislegri á mig en þá, þar sem ég er orðinn svo gamall. Lokapartur Orianenstrasse er mjög skemmtilegur, frjálsleg kaffihús og gallerí en framan af er gatan steindauð.

Stemningin á K-damm er skemmtileg, ekki síst á kvöldin, þar sem venjulegt fólk fyllir krárnar, hljómsveitir spila gamaldags bandaríska rokktónlist og maður getur kíkt á fótbolta á skjánum.

Við fórum í DDR-safnið sem er mjög skemmtilegt. Sú fortíð sem þar er til sýnis var að miklu leyti hversdagslegur raunveruleiki á þeim tíma þegar ég bjó í V-Berlín.

Kannski kom mér mest á óvart hvað Berlín er vinaleg. Við vorum satt að segja að gera okkur vonir um meira kúltúrsjokk. En þetta er bara venjulegt fólk eins og í Reykjavík. Ég skil ekki alveg hvað það er sem Þjóðverjum frá öðrum svæðum þykir svo sérstakt eða hneykslanlegt við Berlín.

Okkur langar báðum að koma þarna aftur innan tíðar og halda áfram að skoða borgina. Mér er t.d. sagt að Häckischer Markt sé frábær staður en þangað komum við aldrei í þessari ferð. Það torg er eins og flest sem skiptir máli í Berlín í dag, austan megin þess múrs sem nú er horfinn.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Prenzlauer Berg!

5:48 e.h., september 17, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home