mánudagur, september 29, 2008

Hin hliðin


http://www.visir.is/article/20080929/FRETTIR01/983632552

Vilhjálmur Bjarnason vill skýringar á því hvers vegna Glitnir fékk ekki neyðarlán.

Því er haldið fram við mig að það eina sem Glitni hafi vantað hafi verið gjaldeyrir, þeir hefðu jafnvel getað borgað fyrir hann í krónum.

Því er einnig haldið fram við mig að ummæli Weldings í Silfrinu hafi verið eðlileg, svona hratt geti hlutirnir breyst á einni viku. Ég á erfitt með að kyngja því.

Ég legg til að ríkið haldið Reykjavíkurmaraþon næsta ár og við hlaupararnir verðum öll í mjög púkalegum bolum sem minni á gamla "góða" DDR. - Welding verður auðvitað að taka þátt.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála þér með Lárus Welding. Ég bara kaupi það ekki að hann hafi ekki vitað fyrir viku að staða bankans væri svona veik.

Ef hann hefur ekki vitað það, þá er hann ekki starfi sínu vaxinn og á að finna sér eitthvað annað að gera.

Ef hann hefur vitað það, þá laug hann framan í þjóðina blákalt og hefur ekkert í starfið að gera.

Lárus á að sækja um á frystitogara (hann yrði örugglega guðslifandi feginn að taka smá bankapásu!). Vinna á frystitogara er besta raunveruleikatékk sem hægt er að komast í. Fín therapía og "afvötnun" fyrir ofurlaunajaxla. Og þar sem laun á frystitogara þóttu nú í það minnsta sæmilega boðleg fyrir tíma "útrásarvíkingana" verða fráhvörfin launalega séð ekki svo rosaleg.

3:25 f.h., september 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Audvitad vissi hann hvernig stadan var. Hann atti kannski ad segja allt er ad fara til hevitis hja okkur ! En Gusti mer thu finnst aettir ad halda thig vid smasogunar thar ertu a heimavelli..

9:07 f.h., september 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það má vel vera að það komi illa við suma að lögmál markaðarins gildir yfir alla.

10:39 f.h., september 30, 2008  
Blogger Unknown said...

Það er athyglisvert að hér hnýta menn í Lárus Welding fyrir að hafa ekki farið með rétt mál en nefna ekki þá staðreynd, að forsætisráðherra fullyrti margítrekað og aðspurður, að ekki væri um krísufundi að ræða um liðna helgi heldur væri hann einungis að reyna að koma sér inn í málin vegna dvalar erlendis. Ég held að báðir hafi gert nákvæmlega það sem þeim bar að gera. Allt annað hefði verið fullkomið ábyrgðarleysi.

Lárus Welding hefur hins vegar í fullkomlega góðri trú sagt að Glitnir væri ekki í vanda þann 21. september. Eignasafn bankans var, og er, traust og líkast til fjármögnunin líka á þeim tímapunkti. Jafnvel þó að þá þegar hafi legið fyrir að bankinn þyrfti að leita eftir eðlilegri fyrirgreiðslu seðlabankans um aðgengi að lausafé hafði Lárus enga ástæðu til annars en að seðlabankinn tæki Glitni ljúflega og uppfyllti skyldu sína um að tryggja aðgengi banka að lausafé.

Það sem svo gerðist þegar Glitnir leitaði eftir aðgengi að lausafé sýnir að veruleikinn er oft lygilegri en lygasagan. Seðlabankinn, með fulltyngi ríkisstjórnarinnar, réðst í ofbeldisfulla eignaupptöku frá hluthöfum Glitnis. Í stað þess að sinna hlutverki sínu og lána lausafé gegn tryggum veðum Glitnis, var öllu snúið á hvolf og bankinn þjóðnýttur. Við erum enn ekki búin að sjá fyrir endann á þeim verknaði.

Það vekur sérstaka athygli að ráðamenn halda því fram í öðru orðinu, að veruleg hætta hefði verið á því að lán til Glitnis á þessum tíma hefði tapast. Í hinu orðinu er sagt, að Glitnir sé vel rekinn banki, og stjórnendur beðnir um að starfa áfram, og að ríkið hyggist selja aftur hlutinn sinn með hagnaði innan skamms. Þessar fullyrðingar standast á.

Fundir forsætisráðherra með eigendum og stjórnendum Landsbankans sýna svo hve grímulaus aðförin að eigendum Glitnis er.

Það er ljóst, að ef ríkisstjórnin hefði brugðist eðlilega við, þegar hún var dregin að myrkraverkunum um helgina, þá hefði seðlabankastjórunum öllum þremur verið samstundis vikið úr starfi og settur inn hæfur maður til að stýra Seðlabanka Íslands. Tafarlaust hefði verið gengið í að stilla upp lánveitingu til Glitnis með tryggum veðum - það er það sem seðlabankar gera gagnvart vel reknum viðskiptabönkum.

Það er deginum ljósara, að ríkið ætlar að afhenda Glitni inn í Landsbankann á tombóluprís - allt á kostnað hluthafa Glitnis. Það mun leysa ýmis vandamál Landsbankans, sem ekki þjáist af lausafjárvanda í augnablikinu, en eignasafnið er fremur tæpt. Með Glitni innanborðs verður efnahagur sameinaðs banka mjög góður.

Í ljósi atburða helgarinnar og umræðunnar, er ekki úr vegi að mæla með einni sameiningu í viðbót. Réttast væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna að sameinast í einn flokk. Við hæfi er að núverandi formenn víki og við forystunni taki Davíð Oddsson og Ögmundur Jónasson. Þeir geta svo stofnað til sérstakra vináttutengsla við Hugo Chavez, skoðanabróður sinn í Venezuela.

1:49 e.h., september 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafskip aftur!

3:33 e.h., september 30, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home