miðvikudagur, september 03, 2008

Ofmetnir breskir sakamálaþættir

Breskir sakamálaþættir eru betur leiknir og betur skrifaðir en bandarískir, svona alla jafna. En það þýðir ekki að þeir séu góðir, a.m.k. ekki að mínum dómi. Það er kannski ekki sanngjarnt að dæma það sem maður horfir bara á með öðru auganu, en það sem fyrir það ber er ósmekklegt melódrama sem tekur sjálft sig svo hátíðlega, yfirgengilega ósmekklegt ofbeldi, húmorsleysi og klisjur. Glæpasálfræðingur í stöðugri tilvistarkreppu og sálarangist, ráfandi um berfættur, ásakandi sig fyrir gömul mistök, í bland við subbuleg morðatriði (Illt blóð). Ekki frumlegt. Verði ykkur að góðu.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Óskaplega erum við ólíkir! Ég var að horfa á Wire in The Blood og það er einn af mínum uppáhalds. Fíla flókið fólk í sálarkreppu. Ofbeldið og blóðið er aðeins uppfylling. Söguþráðurinn, dramað og leikurinn, það er málið.

Sá líka Rebus .. hvenær var það? Í fyrrakvöld held ég. Magnaðir þættir. Argir karekterar eins og Rebus og Taggart eru eitthvað svo aðlaðandi sjónvarpsefni. :-)

2:19 f.h., september 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er ekki sanngjarnt hjá mér vegna þess að ég er ekki að horfa á þessa þætti af athygli. Ég er ekki dómbær og einhvern tíma hafði ég gaman af Taggart (Og Derrick!). Um daginn las ég smásögu eftir Alice Munro um roskna konu sem fær inn á sig ungan mann sem er nýbúinn að myrða fjölskyldu sína. Henni tekst með klókindum og heppni að losna við manninn út úr húsinu (hann ferst síðan í bílslysi). Maður upplifir ótta konunnar afar sterkt en fer líka í gegnum æðruleysisbylgju með henni. Á sama tíma og ég var að lesa mig í gegnum þessa sögu á netinu rak ég augun í einhvern Rebusþátt í sjónvarpinu og þar voru hræsnisfullir prestar afhausaðir og allir myrtir með einhverjum ógurlegum tilþrifum og gassagangi (eða kannski var það Illt blóð eða Taggart?). Mér þótti lítið til koma.

2:40 f.h., september 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nú alls ekki sammála þér að breskir sakamálaþættir séu alla jafna betur leiknir og betur skrifaðir en bandarískir. Báðar þjóðir gera frábæra sakamálaþætti en auðvitað fullt af rusli líka.

En RÚV er ekki að standa sig í að fá bestu þættina. Ef eitthvað er stendur Stöð 2 sig betur.

A.m.k. höfðu þeir döngun í sér til að sýna The Wire sem er snilld og tímamótaverk.

12:27 e.h., september 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nu lítið um melódrama í breskum sakamálaþáttum en af því litla, sem þú segir okkur, um söguna sem þú last eftir þessa Munro þá er melódramatískur blær á henni.

4:00 e.h., september 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

1) öööhh ... jú.

2) öööhh ... nei.

4:12 e.h., september 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Breskir sakamálaþættir eru oftlega bornir uppi af andhetjum (t.d. rustalegum drykkfelldum lögregluforingjum) slíkir rúmast ekki í melódrama. "Happy ending" er ekki týpísk lausn á breskum sakamálaþætti - frekar að þar sé komið á einhverju kyrrstöðuástandi þess sem áður var (fyrir glæp). Óhamingja og lífsleiði andhetjunar heldur m.ö.o. áfram. Ekki er það melódramatískt.
Ekki ætla ég að fjalla um söguna sem þú vísar í enda hef eg ekki lesið hana - en hún lyktar a.m.k. af "maklegum málagjöldum" og jafnvel nokkuð tilviljunarkenndum (bílslys). Slíkt fellur eins of flís við hið melódramatíska módel.

6:10 e.h., september 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Líklega flokkast dæmigerður breskur sakamálaþáttur ekki undir melódrama og þarf ég að draga í land þar. En það sem pirrar mig við þá þætti sem ég hef rekið augun í undanfarið eru ákveðnar klisjur í frásagnarstíl: Yfirgengileg tónlist, yfirgengilega hrottafengin morð, yfirgengileg alvara og húmorsleysi, stöðugar sálarkrísur og sektarkennd aðalpersónu. Það er þessi endalausi hamagangur sem í auknum mæli er farinn að einkenna breska sakamálaþætti. Berðu þetta bara saman við frásagnartæknina í Sopranos.

Munro-sagan er hér og best er að dæma hana bara af lestrinum. Vel má vera að plottið sé ekki mjög trúverðugt en stíllinn bætir það upp:
http://www.newyorker.com/fiction/features/2008/02/11/080211fi_fiction_munro

6:47 e.h., september 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ágæt saga. Og nokkrar fleiri þarna ekki slæmar heldur.

10:57 f.h., september 04, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þetta er alveg makalaust fínt vefsvæði.

12:25 e.h., september 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"..yfirgengileg alvara og húmorsleysi.."

Hvað þætti ertu búinn að vera horfa á aftur?

Eitt af því besta við bresku sakamálaþættina er einmitt þessi breski lúmski svarti hversdags húmor.

Sennilega ertu bara ekki að horfa með athygli! Eða bara svona húmorslaus... :-)

5:31 e.h., september 07, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er erfitt að deila endalaust um smekk en ég spyr bara á móti: Hvað varð um húmorinn í bresku sakamálaþáttunum? Gamli Taggart gat verið fyndinn og glæpasálfræðingurinn feiti á Stöð tvö sem ég er búinn að steingleyma hver var, en ef þú sérð einhvern húmor í Rebus eða þessu Illa blóði þá bið ég þig bara að njóta þess og hlæja eins og þig lystir. Ég sé þennan húmor ekki.

6:09 e.h., september 07, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home