föstudagur, september 19, 2008

TMM og Þjóðmál

Kápumyndin á nýjasta TMM er hispurslaus sjálfsmyndaröð af Gylfa heitnum Gíslasyni myndlistarmanni. Hann lítur býsna vel út á myndunum. Í heftinu er birt bréf hans til föður síns. Tvær ólíkar en fínar smásögur eru í heftinu, önnur eftir nýgræðinginn Magnús Sigurðsson, Afskriftir. Magnús verður með smásagnasafn hjá Uppheimum í haust. Hin er eftir Ragnheiði Gestsdóttur og heitir Endurfundir. Ritdómarnar í tímaritinu eru vandaðir eins og vanalega og margt fleira efni finnst mér forvitnilegt þarna en á eftir að lesa, hef þó þegar lesið skemmtilega grein sem túlkar þættina Næturvaktina út frá sálgreiningarkennindum Freuds. Mikið er af ólíkum ljóðum í heftinu eftir höfunda sem í rauninni eru orðnir þekktir innan þessa geira, t.d. Hauk Má Helgason, Ófeig Sigurðsson og Sölva Björn Sigurðsson, að ógleymdum sjálfum EÖN sem birtir býsna skemmtilegt myndljóð og spurning hvort fáfróðum manni á borð við mig gæti hætt til að flokka það undir myndlist; og svo ljóð eftir höfunda sem voru orðnir þekktir áður, Linda Vilhjálmsdóttir og Baldur Óskarsson. Svo má jafnvel halda því fram að enginn þessara höfunda sé í raun þekktur, þ.e. ef miðað er við e-n Flugstöðvar- og Smáralindarmælikvarða.

Þetta mun vera næstsíðasta hefti Silju Aðalsteinsdóttur en síðan tekur Haukur Ingvarsson við.

Þjóðmál er mjög frísklegt eins og vanalega. Óli Björn Kárason skrifar harðorða grein um Sjálfstæðisflokkinn og er ósáttur við samstarfið við Samfylkinguna og vandræðaganginn í borgarstjórn. Vilhjálmur Eyþórsson er lipur penni og mjög hægrisinnaður. Hann skrifar langa grein um það sem hann kallar flathyggju en gengur oftast undir heitinu pólitísk rétthugsun. Vilhjálmur vill meina að flathyggja sé ekki bara skoðanakúgun heldur staðreyndakúgun á borð við þá sem Galileo og fleiri máttu þola af hendi Rannsóknarréttarins á miðöldum. Flathyggjan treður sannleikann í svaðið af því hann er ekki nógu fallegur og skemmtilegur, og smíðar hálærðar kenningar sem hvíla á kolröngum forsendum.

Björn Bjarnason skrifar lofsamlega um nýja 68-bók Einars Más Jónssonar (sem þekktastur er fyrir Bréf til Maríu) en annað efni blaðsins á ég enn að mestu leyti ólesið.

Enginn verður ríkur af að gefa út blöð eins og TMM og Þjóðmál en mikið er gaman að þau skulu vera til. Og kannski er tapið á þeim ekkert meira en af glanstímaritunum (sem ekki hvarflar að mér að lasta), bara minni velta.

P.s. Ónefndur er síðan Innlit-útlitsþáttur eftir Finn Þór Vilhjálmsson í TMM, þetta er leikþáttur upp á nokkrar blaðsíður. Þessi texti er farinn að vekja töluverða athygli en ég á eftir að lesa hann. Sigurbjörg Þrastardóttir vakti athygli mína á honum rétt í þessu (á Súfistanum, Iðu).

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sá sem skrifaði um flathyggjuna svokölluðu og ímynduðu heitir Vilhjálmur, ekki Þórhallur.

10:28 e.h., september 19, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir ábendinguna. Núna er ég búinn að leiðrétta.

10:33 e.h., september 19, 2008  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

og það var Bjarni Bjarnason sem ritaði ritdóm ekki Björn Bjarna, þó það hefði verið nokkuð skondið:)

8:11 e.h., september 20, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, svo slæmt er þetta nú ekki orðið hjá mér. Þeir skrifa báðir ritdóm, Björn Bjarnason skrifar sinn í Þjóðmál um bók Einars Más Jónssonar.

8:26 e.h., september 20, 2008  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

þarna hef ég verið aðeins of fljót á mér :)

sló saman bréfi og endurkomu sem og bjarna og birni...

hefur þú annars lesið bréf til maríu?
fór alveg framhjá mér í fyrra...

10:15 e.h., september 20, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, það er nú svo merkilegt að ég hef lesið a.m.k. þrjár greinar um þessa bók og horft á viðtal við höfundinn en aldrei lesið bókina sjálfa.

12:38 f.h., september 21, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
coach outlet
manolo blahnik outlet
red bottom shoes
oakley glasses
nike tn
canada goose jackets
manolo blahnik shoes
true religion outlet
coach factory outlet
golden goose shoes

3:43 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home