miðvikudagur, mars 04, 2009

Hlutlaus

Það er erfitt að taka pólitíska afstöðu þessa dagana. Ég var kominn með upp í kok af síðustu ríkisstjórn, ömurlegri ákvarðanafælninni, óhreinskilninni, leynimakkinu.

Og ég gef þessari stjórn vissulega sjens. Á hinn bóginn tel ég að Guðlaugur Þór hafi verið að vinna þörf og nauðsynleg verk í heilbrigðisráðuneytinu og óttast að eftirmaður hans geri þann árangur að engu.

Annar ráðherra í stjórninni leggst gegn stóriðjuuppbyggingu. Það er jafnmikið 2007 og útrásarvitleysan. Lúxusmál úr fortíðinni.

Davíð hafði sannarlega mikið til síns máls í Kastljóssviðtalinu en engu að síður er það ekki slæm tilhugsun að hafa fengið Norðmann í stól Seðlabankastjóra. Svona róttækar breytingar eru dýrmætar fyrir ímyndina og hefðu þurft að eiga sér stað strax í haust.

Menn rekja rætur hrunsins til 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Það er fáránlegt. Þennan tíma hefur venjulegur en þokkalega forsjáll maður eins og ég byggt upp þægilegan fjárhag svo hann getur leyft sér að sigla án fastrar atvinnu í gegnum lægðina. Svo mun vera um þúsundir annarra. Tugþúsundir. Þetta hefur verið góður tími allt þar til síðasta haust.

Skefjalaus græðgi, eftirlitslaus fjármálastarfsemi með skattborgara og seðlabanka heimsins sem baktryggingu - er það sem vaðið hefur uppi allra síðustu ár. Loftbólueignamyndun, sýndarveruleikabissniss. Ömurlegt. En það táknar ekki að maður vilji leggja af frjáls viðskipti.

Öfgaskoðanir þrífast vel þegar hagkerfið er hrunið. Þannig hefur tvisvar á stuttum tíma birst sami maðurinn í þjóðmálaþáttum sjónvarpsins, kennt sig við kommúnisma og helst viljað banna auglýsingar í sjónvarpi. Ennþá hefur enginn lýst yfir ást sinni á fasisma. Get ekki séð að það væri neitt ósmekklegra. Skásta kommúnistaríkið var líklega DDR. Verstir munu hafa verið Rauðu Khmerarnir í Kampódíu. Í hvorugu ríkinu myndi nokkur vilja búa. Ekki einu sinni litli kommúnistinn í sjónvarpinu. Það er nokkuð öfgafullt að vilja kenna sig við þessa stefnu á ný þó að íslenskir bankar hafi farið á hausinn.

Flest viljum við áfram borgaralegt þjóðfélag með heilbrigðum bissniss og góðu velferðarkerfi.
Við fáum það áfram þrátt fyrir allt. En það er að gefa hressilega eftir. Samt sést það ekki á yfirborðinu. Krúttkynslóðin drekkur áfram kaffi latte á Kaffitári. Menn hnýta áfram bindi um hálsinn og mæta á fundi. En á meðan missir einhver húsið og hugsanlega sveltur einhver annar.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Menn rekja rætur hrunsins til 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Það er fáránlegt."

Thetta er einn af skyringunum, thad var buid ad eydileggja alla innvidi embættiskerfisins . Sidan ma ekki gleyma hlutverki HH en hann var heilinn bakvid thessa frjalshyggju , sem var ekkert annad en einkavina frjalshyggja.

11:51 e.h., mars 04, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Einkavæðing bankanna varð eftir 2000. - Við hefðum þurft að fá stjórnarskipti 1999. Þá vorum við í fínum málum.

11:56 e.h., mars 04, 2009  
Blogger Glumur said...

Vont að fá útlending í Seðlabankann?

Enskur ferðamaður spurði Skúla Thoroddsen hvort það skipti einhverju máli hvort yfirvöldin væru dönsk eða íslensk.

"Það skiptir öllu máli" svaraði hann þá. "Íslensk stjórnvöld munu þurfa að horfa upp á afleiðingar gerða sinna."

Ef kosningaúrslit verða nú skv. skoðanakönnunum þá eru rök Skúla að engu orðin og Íslandi betur stjórnað frá EBE eða einhverju öðru ríki þar sem hæfari manna og heiðarlegri er völ.

Glúmur

12:32 f.h., mars 05, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sagði ekki að það væri vont að fá útlending í Seðlabankann.

1:10 f.h., mars 05, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert okkar sem á Íslandi búum getur haft neina vissu fyrir því að velferðarkerfið haldi. Svo rækilega tókst Sjálfstæðismönnum að ríða því á slig á 18 ára valdasetu sinni.

2:42 f.h., mars 05, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst

Góður pistill hjá þér. Get tekið undir allt sem í honum stendur.

11:06 f.h., mars 05, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðlaugur vildi einkavæða í niðurskurði sínum áður en hann vildi breyta skipulagi og hagræða.

4:22 e.h., mars 05, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða maður er það sem hefur kennt sig við kommúnisma og viljað banna auglýsingar?
mbk
Bryndís Björgvinsdóttir

6:47 e.h., mars 05, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home