fimmtudagur, mars 05, 2009

Tvö bestu störf í heimi

Það er einstaklega góð tilfinning að opna tölvupóstinn sinn á Kaffitári og sjá þar nokkrar smásögur frá nemendum sínum. Texta sem þeir hafa stritað við undanfarna daga og vikur og lagt allt sitt í.

Að hugsa til þess að eitthvað af þessu fólki gæti sett saman bók, smásagnasafn eða skáldsögu, er næstum því jafn spennandi og tilhugsunin um að gera það sjálfur.

Þessi tvö tengdu störf, að skrifa smásögur og kenna öðrum það, eru líklega þau bestu í heimi.
Að fá borgað fyrir slíka iðju er mikill lúxus. Einu gildir þó að launin séu ekki þau hæstu. Það þarf enga kaupréttarsamninga og enga bónusa þegar maður fær að vinna að sköpun og útbreiðslu smásögunnar.

Það er óneitanlega spennandi markmið að geta helgað sig þessu í framtíðinni.

Einn áfangi að því marki er að koma einhverju góðu á blað í dag.

Það eru komnir nógu margir á næsta smásagnanámskeið en ennþá eru nokkur laus sæti.
Skráning hér:

http://mimir.is/index.php?option=com_attend_events&Itemid=420&task=view&id=316

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamngju, þú ert leiðilegasti bloggari á landinu!

2:44 e.h., mars 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður, skólafélagi!

Ertu búinn að fá einkunnina úr FÍLunni? Ég var viss um að hafa klúðrað prófinu en fékk átta. Jibbíkóla!

Ertu ekki á fésbókinni, maður?

Kveðja,

Lilja FÍLa

4:36 e.h., mars 09, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hæ, Lilja. Ég fékk 8,5. Gott hjá okkur báðum. Meðaleinkunnin var undir 7,0. Sérstaklega gott hjá þér þar sem þú ert ekki með grunn í heimspekinni eins og ég.

Nei, Facebook fer enn framhjá mér. Tékka kannski á henni einn daginn.

1:00 f.h., mars 10, 2009  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:19 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home