laugardagur, apríl 18, 2009

Samtök um að halda uppi neyslu

Margir eru í sömu sporum og ég: Tekjur dragast saman og fyrir einkahaginn er það skynsamlegt að draga úr neyslu og spara. Maður horfir á allan óþarfann sem maður getur farið að skera niður. EN. Samt hefur maður ennþá töluverða kaupgetu. Og það er banvænt fyrir þjóðfélagið að skrúfa fyrir neyslu. Ég sé hins vegar ekki haginn í því að ég haldi áfram að spenna en allir aðrir dragi saman seglin. Þá versnar minn hagur bara meira en ella og kreppan dýpkar alveg jafnmikið.

Það vantar samtök um þetta. Að virkja neyslu þeirra sem hafa burði til að eyða peningum áfram. Kannski er meirihlutinn í þeirri stöðu.

Hvernig er hægt að búa til platform undir þetta?

Fyrsta skrefið er að biðja fjölmiðla um að hætta birtar greinar um sparnaðarráð. Slíkur áróður grefur undan okkur.

Sem betur fer fara túristarnir að streyma til landsins á næstunni.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svarið er að kaupa íslenskt. Neysla á erlendum vörum hefur mun minni margfeldis áhrif.

5:54 e.h., apríl 18, 2009  
Anonymous Óli Gneisti said...

Betra væri að skapa kerfi sem væri ekki svona neysludrifið. Við erum að búa til hluti svo fólk geti keypt hluti til að fólk geti haft atvinnu af því að búa til hluti.

6:35 e.h., apríl 18, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Bubbi Morthens sannar enn og aftur að hann er ekki í lagi í höfðinu.

http://www.dv.is/frettir/2009/4/18/bubbi-ekki-kjosa-vinstristjorn-johonnu/

Það er líklegt að nýju bankarnir hafi neitað Bubba greyinu um niðurfellingu skulda hans og því sjái hann hag sínum betur borgið hjá X-D sem gætir hagsmuna sinna manna betur.

Fólk er fífl....

7:00 e.h., apríl 18, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála. Þú gætir riðið á vaðið og birt góðar eyðslutillögur á þessari síðu.

7:33 e.h., apríl 18, 2009  
Anonymous Marinó G. Njálsson said...

Ein leið er að hætta að borga óþarfa eins og ofteknar verðbætur af lánum og glæpsamlega hækkun gengistryggðra lána. Mjög stór hópur fólks er komin í þá stöðu sem komin var upp í Bandaríkjunum, þ.e. að velja á milli framfærslu eða greiða bönkunum. Ég er ekki að mæla með því að fólk taki sig saman um að hætta að greiða, en það gerist sjálfkrafa hjá flestum.

8:59 e.h., apríl 18, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home