þriðjudagur, apríl 14, 2009

Seðlabankastjóraskiptin

Kannski ætti maður sem hefur ekki vit á efnahagsmálum ekki vera að tjá sig um þau.

En hver hefur vit á efnahagsmálum nú til dags?

Og hve margir tjá sig um þau?

Síðasta Seðlabankastjórn notaði lítilsháttar af gjaldeyrisforðanum í viðskiptum með krónuna og náði þannig að styrkja hana nokkuð stöðugt eftir að gjaldeyrishöftin tóku gildi. Hún var ekki að ganga á gjaldeyrisforðann að neinu marki.

Núverandi Seðlabankastjórn gerir ekki neitt, Seðlabankinn er passívur á markaðnum og krónan hrynur.

Hver var þá ávinningurinn af því að skipta um Seðlabankastjóra?

Opið fyrir umræðu.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja, þeir sem þykjast hafa vit á efnahagsmálum hafa koma þjóðinni til helvítis. Tími vitleysinganna er uprunninn. Lengi lifi vitleysingarnir! Þeir eru von vor og tíra

8:25 e.h., apríl 14, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er þá svar þitt að vitleysingur hafi verið ráðinn í Seðlabankann í staðinn fyrir þann umdeilda stjórnmálamann sem sat þar?

8:28 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, alls ekki! Þetta var bara almenn spekúlasjón út í loftið. Fullkomlega vitlaus og alls ótengd þessum ágæta Norðmanni. Og þetta bull var líka alls ótengt hinum umdeilda stjórnmálamanni sem ég óska alls hins besta. Held ég þegi það sem eftir lifir dags.

8:30 e.h., apríl 14, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekkert mál. Ég vil bara taka fram að ég álít mig ekki vitleysing þó að ég hafi ekki vit á efnahagsmálum.

8:43 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

OMG. Það tel ég alveg örugglega ekki! Þetta átti að vera sneið til hinna sönnu vitleysinga! Besservissaranna! Þeirra sem þekkja ekki vanmátt sinn! Það gerir þú Ágúst Borgþór. Þess vegna ertu ekki fífl.

8:48 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski skipta höftin litlu máli meðan blessuð jöklabréfin eru hér. Eins og hagfræðingar segja svo oft, að öðru óbreyttu, hvert væri jafnvægisgengi íslensku krónunnar gagnvart Evru. Væri það nálægt því sem nú er skráð hjá Seðlabanka Íslands, eða væri það nær því sem Seðlabanki Evrópu skráir það 300 ISK/EUR. Erum við kannski að stefna þangað í rólegheitunum. ...en, hví er ekki hægt að segja hver á jöklabréfin??

8:55 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Að mínu mati hefur verið fyrst og fremst horft á formið en þeim mun minna á efnið. Ég hef ekki hingað til séð nein rök sem raunverulega hafa hrakið starf fyrrum bankastjórnar með þáverandi hagfræðinga hjá SÍ á bak við sig. Fólk hefur lýst yfir skoðun en hvergi hafa komið fram óyggjandi rök fyrir því að stefna SÍ hafi verið röng. Sú vaxtalækkunarstefna sem nú er hafin var talað um af fyrri SÍ stjórn boðað að hún hæfist fyrr en seinna. Það er einfaldlega það sem er að gerast. Ekki það að núverandi SÍ stjórn sé að koma með nýtt útspil. kv. Orn

9:21 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð jöklabréfin. Það er svolítil nýrómantík í þeim. Eigandinn eins og fjarlægur draumur.

9:27 e.h., apríl 14, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Krónubréfin góðu...

Er til nokkur maður sem vill fjárfesta í gjaldeyri hjá landi sem er sennilegt að mun ekki geta staðið við skuldbindingar sínar og þar með í rauninni hægt og bítandi gjaldþrota...

Við borgum erlendar skuldir EKKI í krónum og það vita erlendir fjárfestar.

2:01 f.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þér finnst kannski í lagi að pólitíkusar geti ráðið sjálfa sig í feit embætti þegar þeir brenna út á þingi? Hvað ef þetta hefði verið Ingibjörg?

10:05 f.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Kronunni hefur kannski verid haldid kunstigt uppi med hoeftum,ef madur kikir a noteringar hja erlendum bonkum tha eigum vid eftir ad sja mun meiri veikingu a kronunni allavega hafa their ekki mikla tiltru til hennar.

11:04 f.h., apríl 15, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home