þriðjudagur, mars 24, 2009

Bókaútgáfa í hættu

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/entry/836844/

Listir kváðu blómstra í kreppu og bóksala fyrir síðustu jól var víst með besta móti.

Því miður er einn aðalbóksalinn svo að segja gjaldþrota, þ.e. ríkið hefur tekið yfir rekstur Eymundsson.

En neitar að gera upp við bókaútgáfur skv. því sem ég heyri og les.

Þetta er sárgremjulegt, á sama tíma og bókaútgáfa á möguleika á að ná sér vel á strik vegna vaxandi bóksölu, mörgum til hagsbóta í kreppunni, gæti henni verið slátrað með þessari aðgerð.

Þetta má ekki gerast. Það verður að greiða upp þessar kröfur.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bókaútgefendur geta sjálfir sér um kennt með því að fara með bækur inní matvörubúðir um jólin en ætlast til að bókabúðir hafi bækurnar þeirra til sölu allt árið.
Því miður.

11:15 e.h., mars 24, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta hefur ekkert með þetta að gera. Offjárfesting og ævintýramennska eru ástæðurnar fyrir stöðu Pennans, ekki það að Bónus hafi selt jólabækur.

12:51 f.h., mars 25, 2009  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Tja, "ekkert með þetta að gera" er líklega full djúpt í árinni tekið - eða áttu í raun og veru við að þú teljir bónussölu bóka ekki hafa gert full-time bóksölum erfitt fyrir?

8:31 f.h., mars 25, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki rétt að Penninn hafi ekki staðið í skilum. Hingað til hefur hann greitt öllum bókaútgefendum fyrir sölu bóka um jólin og langt fram á þetta ár.

10:33 f.h., mars 25, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/entry/836844/

Hvað segið þið þá um þetta? Fer formaður Félags íslenskra bókaútgefenda með fleipur?

10:39 f.h., mars 25, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Samkvæmt ákaflega áreiðanlegum heimildum hefur Penninn staðið í skilum hingað til, þori ekki að fullyrða með minni bóksala.

Vissulega er áhyggjuefni að Penninn skuli vera í þeim vandræðum sem raun ber vitni og mikilvægt að rétt verði spilað úr. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess ennþá að Kaupþing ætli sér að eyðileggja bóksölu á Íslandi.

10:51 f.h., mars 25, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er einhver misskilningur á vangaveltum Kristjáns sem ég held að hafi verið meira almennt tal um að varasamt sé að ríkið sé að vasast í bókaútgáfu. Allir bókaútgefendur sem ég veit af eru hæstánægðir með þessa lausn. Hvað sem líður útrásarrugli eigenda Pennans hafa búðirnar hér heima staðið almennt í skilum við bókaútgefendur. Ríkið - eða bankinn öllu heldur - mun ekki reka Pennann til eilífðarnóns.

Bestu kveðjur
Guðmundur Andri Th.

4:32 e.h., mars 25, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir þetta, Guðmundur Andri.
Ég er mjög feginn að fá þessar upplýsingar. Hins vegar held ég þá að ég verði að skrifa þennan misskilning á Kristján sjálfan og færsluna hans, ekki okkur misvitra lesendur hans.

Hann segir orðrétt: "En nú er allt breytt. Nokkrir bóksalar á borð við Bóksölu Stúdenta, Iðu og Úlfarsfell, já, Kaupfélag Skagfirðinga, svo ég nefni nærtækt dæmi, eru í samkeppni við stóra ríkisbóksölu. Fyrstu fréttirnar sem berast innan úr henni er að hún borgi ekki. Birgjar fá ekki umsamdar greiðslur nú í vikunni sem sendir að sjálfsögðu vantraustsbylgjur út í allan bransann. Maður heyrir fólk tala um að hætt að afgreiða bækur til Pennans."

Í besta falli er hægt að segja að þessi skrif leiði til eðlilegs misskilnings, í versta falli að hann sé að misskilja eitthvað sjálfur.

4:55 e.h., mars 25, 2009  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Það virðist ekkert hægt að misskilja þetta neitt.

Og hitt er svo annað mál hvað sé eiginlega að því að ríkið vasist í bókaútgáfu.

10:30 e.h., mars 30, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:18 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home