fimmtudagur, júní 24, 2004

Rakst á alveg stórkostlega smáfrétt í DV í gær: "Hópur sem nefnir sig heilbrigðishóp Feministafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun til fjölmiðla þar sem lýst er undrun á því að greint hafi verið frá því að kona sem handtekin var í Leifsstöð við að smygla hingað til lands 5000 e-töflum á dögunum hafi verið ólétt. Sóley Tómasdóttir, titluð ráðskona hópsins, hefur sent bréf þess efnis að ekki hafi verið rétt að segja frá því að konan hafi verið ólétt." Enn fremur hafi (Nei, Lilja, mér finnst Ennfremur fallegra) - Ennfremur er agnúast út í orðanotkunina "vanfær".

Það þarf að fara að tukta feministahreyfinguna ærlega til, fólk með kommon sens þarf að leysa kverúlantana þar af hólmi. Með sama áframhaldi verða ráðskonur og talskonur feministahópa álíka góðar talskonur málstaðarins eins og Ástþór Magnússon er heppilegur málsvari friðarbaráttu. Hvernig væri að hætta þessu bulli og einbeita sér að raunverulegum og mikilvægum baráttumálum: Gegn launamisrétti, gegn nauðgunum, fyrir auknum hlut kvenna í valdastöðum, osfrv. - Eitthvað áþreifanlegt og hætta kverúrlantabullinu. Það grefur undan baráttunni.

Er einhver feministi sammála mér? Það hlýtur bara að vera.

1 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég óska þér góðs gengis í jafnréttisbaráttunni fyrir því sem skiptir máli. Og gleðileg jól.

5:31 e.h., desember 22, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home