Núna ætla ég að bulla. Er hann ekki alltaf að bulla? gæti einver sagt. En burtséð frá því. Ímyndum okkuar að í dag sé 15. september, ekki árið 2004 heldur t.d. árið 1961. Þannig gæti afturhaldssamur, vinstri sinnaður menningarviti skrifað á slíkum degi:
Við lifum á öld ritvélarinnar. Taktfastur sláttur skrifstofustúlkna í steinbáknum borgarinnar er undirspilið við sálarlíf nútímamannsins sem stritar ekki lengur í svita síns andlit á bleikum kornökrum heldur er tannhjól í sjálfvirkri auðvaldsvélinni. Í frítíma sínum sækir nútímamaðurinn sér ekki andlega upplyftingu heldur er þræll nautna og mötunar: dagblaða, reyktóbaks, sætabrauðs og útvarpsfrétta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home