sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Hugsjónadrusluna, las hana með opnum og jákvæðum huga. Sagan sjálf sem sögð er á 250 blaðsíðum er afar smá og fábreytt: ungur maður frá Ísafirði fær sér að ríða nokkrum sinnum, um borð í Norrænu og í Kaupmannahöfn m.a.. Frásögnin af tilþrifalitlum ástarmálum hans er síðan margklofin af vægast sagt rembingslegum heimsmála- , þjóðmála, heimspeki- og kynjapælingum. Hluti af því er dagbók aðalpersónunnar sem er kostulega rembingsleg, sérstaklega kaflinn þegar hann rifjar upp af miklum hátíðleika hvers vegna hann hætti að segja sannleikann og hætti síðan að ljúga. Ástæðurnar ekki mjög dramatískar. Stíllinn á hugleiðingunum er mjög svipaður hugleiðingum á bloggsíðu höfundar, þær njóta sín ekki illa þar en skáldverk krefst meira en svo kæruleysislegra vinnubragða. Fyrir utan að vera blóðhrár er stíllinn mjög staglkenndur og endurtekningasamur. - Ég veit eiginlega ekki hvort hægt er að kalla þessa bók skáldsögu, í henni er nánast aldrei sýnt heldur alltaf sagt frá og það heldur illa, hún er borin uppi af alhæfingum en ekki örlar á ísmeygileika, íroníu eða margræðni. Höfundur nær aldrei að skapa lifandi andrúmsloft, tilfinningu lesanda fyrir umhverfi, og virðist ekki reyna það, hann veður bara á súðum, uppfullur af sínum bloggvaðli; og persónusköpun er varla fyrir hendi.

Ég er eiginlega hálfmiður mín eftir þessa lestrareynslu og held í þá von að bókin hafi þrátt fyrir allt eitthvað til að bera sem ég hafi ekki komið auga á. Sú trú er rík í manni að allt sem merkt er Máli og menningu sé merkilegt. Frá Máli og menningu hefur meginstraumurinn legið, að reglulegum starfslaunum, bókmenntatilnefningum, viðurkenningu, umtali og sölu. Við frístundarithöfundarnir höfum fylgst af aðdáun á hliðarlínunni með Tröllakirkjum, Alheimsenglum og Höfundum Íslands streyma hjá en það er ansi erfitt að kyngja Norðdahlnum, maður getur eiginlega ekki annað en klórað sér í hausnum yfir upphefð hans.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Upphefð? Hef hvergi orðið var við hana nema í bloggfærslum hans sjálfs og vina hans. Æi. En hann á eitthvað til. Sammála þér með bloggið, oft gaman að lesa það - nema þetta nýjasta sem felst í upphafningu hans á jásystkinum sínum, s.k. gagnrýni á "góðar ljóðabækur." Kannski rætist úr honum, stráknum. Vænsti piltur, sýnist mér á blogginu, og nær mér - ó, svo miklu nær mér - í sýn sinni á heiminn en nokkurntímann íhaldspungurinn þú, kallinn minn, þótt skemmtilegur sért á þinn sérágústíska máta. Ég held satt að segja að eini gallinn við Norðdahlinn sé hvað hann er ungur - en einsog miklu meira skáld en þið báðir til samans (að ykkur ólöstuðum) einhverntímann sagði, þá er það ekkert sem ekki eldist af honum...

2:13 f.h., febrúar 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Um Presley sagði einhver: I like the man, I like the music. - Ég myndi þá segja: I like the man, I hate the book.

2:34 f.h., febrúar 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta finnst mér vægast sagt "rembingsleg" og "tilþrifalítil" umfjöllun frá manni sem tekur sig alvarlega sem rithöfund og gagnrýnanda.

Þetta þykir mér til dæmis bera vott um litla þekkingu á frásagnarlistinni: "í henni er nánast aldrei sýnt heldur alltaf sagt frá"... Hvað hefðir þú sagt um Leiðina til Swann á sínum tíma, án þess að ég ætli að bera Eirík og Proust saman að öðru leyti.

Án þess að fara nánar út í þetta mál verð ég að segja að þér færist betur horfa í eigin barm en að saka aðra um að vera uppfullir "af sínum bloggvaðli".

Þór

6:40 e.h., febrúar 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kæri Þór. Þetta er auðvitað ekki full-fledge ritdómur heldur bloggskrif mín og í stuttu máli það sem mér finnst um þessa bók eftir ungan höfund sem ég tel að öðru leyti vera eftirtektarverðan karakter og hef álit á. Vonbrigðin voru því mikil. - En tvær spurningar vakna við komment þitt: 1)Heldur þú því fram að bók Prousts segir bara frá en sýni ekki og að stíll hennar sé að e-u leyti sambærilegur við Norðdahl? Er hún ekki öðru nær hlaðin myndrænum smáatriðum, skynrænum smáatriðum? - 2)Telur þú að smásögur mínar séu skrifaðar í sama stíl og bloggið mitt? Að þær séu uppfullar af bloggvaðli? - Ég ætla ekkert að neita því að ýmislegt hér sé ekki vel skrifað og sumt af því vaðall, en hvað gerir slíkt til á bloggsíðu? Annað er þegar menn telja sig vera að skrifa listrænar smásögur eða skáldsögur.

10:47 e.h., febrúar 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:37 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:43 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home