laugardagur, febrúar 05, 2005

Svakalega flott framtíðarsöngkona var næstum því búin að falla út í 7-manna úrslitum í Idol í kvöld, líklega vegna þess að of mikið af vitleysingjum og plebbum tekur þátt í kosningunni. Eins og ég hef áður sagt þá hef ég ekkert vit á músík, hrífst bara af henni, en mér finnast tvær stelpur þarna, Hildur og Heiða, vera langt fyrir ofan einhvern Idol-level, ég sé þær fyrir mér sem áberandi andlit í tónlistarlífinu næstu árin.

Vel má vera að foringjar stjórnarflokkanna séu ekki jafnsjarmerandi og þessar stelpur. Gallinn er sá að af því þjóðin er búin að hafa það ansi gott í tíu ár virðist hún halda að velmegunin sé sjálfsögð. Hætt er við að næstu kosningar verði eins og Idol-keppni og þá vilji fólk fá fersk andlit til að klúðra efnahagsmálunum. Getur fólk ekki skilið að það skiptir engu máli hvort því þykir Halldór Ásgrímsson skemmtilegur eða leiðinlegur, Davíð hrokafullur eða sniðugur. Nánast það eina sem skiptir máli eru efnahagsmálin og það er ekki útlit fyrir annað en botnlaus tækifæri í framtíðinni, vaxandi kaupmátt, nóg af atvinnutækifærum, peninga til að kaupa utanlandsferðir, bækur og plötur. Umfram allt öryggi og tækifæri. Ritfærir kjaftaskar á borð við Hallgrím Helga og Guðmund Andra Thorson munu leggja sitt af mörkum til að koma á skattpíningarsukkstjórn eftir tvö og hálft ár. Þá hafa þeir líka eitthvað til að rífast út af og skrifa mergjaðar áramótagreinar um. Já, kannski langar Hallgrím í kreppu eða verðbólgu. Er þetta endalausa góðæri ekki bara djöfull andlaust?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekkert samasem merki að allt fari á annan endann þegar vinstri stjórn tekur við. Hagsæld mun alveg halda sér.
Ekkert varir endalaust, það eru upp og niðursveiflur, því ráða líka ýmis utanaðkomandi atriði. T.d. Olíuverð, hækkun/lækkun krónunnar of.l. Auðvitað skiptir það einhverju máli hvernig pólitíkusar koma fyrir. Eru þeir klárir, góðir að koma sínum skoðunum á framfæri, standa þeir við sitt o.fl. EN það sem mestu máli skiptir auðvitað er hugsjónin. Viljum við hafa kerfi sem er líkt og er í USA? Sá hæfasti lifir? Held að flestir vilji ekki þannig kerfi hér á okkar litla landi. Við viljum hafa gott velferðakerfi, heilbrigðiskerfi, þar sem fólk fer ekki á hausinn við að fara á spítala, menntakerfi þar sem allir hafa sama rétt til náms, þetta eru ekki hugsjónir sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur aðeins stigið á bremsurnar með þetta sem betur fer. Ég veit það ekki en ég held að sumum finnist það flott að vera sjálfstæðismaður vegna þess að það gefi það signal að sá sé ríkur, þá af peningum. En það eru auðvitað ekki allir sem hugsa þannig. Við viljum ekki hafa fátækt hér því það leiðir svo margt slæmt af sér. Glæpi o.fl.

5:43 e.h., febrúar 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jafnvel heiftarlegir andstæðingar ríkisstjórnarinnar, eins og t.d. Hallgrímur Helgason, staðhæfa að vinstri menn hafi ekkert vit á viðskiptum og fjármálum og hafi aldrei haft. Margir myndu taka undir það að ekki ein einasta vinstri stjórn hafi staðið sig vel í efnahagsmálum. Margar hægri stjórnir hafa líka staðið sig illa í þeim málaflokki og aðrar betur, sérstaklega ríkisstjórnir undanfarinna kjörtímabila.

5:52 e.h., febrúar 06, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:26 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger yanmaneee said...

supreme
bape clothing
lebron 15
jordans shoes
golden goose sneakers
kd 12
michael jordan shoes
supreme new york
balenciaga shoes
moncler

1:41 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home