mánudagur, mars 21, 2005

Ég man það eins og í gær þegar ég skipti um bleyjur daglega. Líklega orðin um fjögur ár síðan síðast. Ég man límplastið á fingrunum og hvernig maður smellti bleyjunni saman, man brakhljóðið í henni. Og litli kjáninn hjalaði framan í mann. Undarlegt eins og ég er mikill klaufi í höndunum að þetta lék mér alltaf í þeim. Ég gat hreinsað burt fullkomlega útklínda drullu og komið barni tandurhreinu í nýja bleyju á augabragði.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt ekki séns, Erla vill fá þriðja barnið hvort sem þér líkar eður ei. Þeim mun lengur sem þú maldar í móinn, þeim mun verri drullusokkur munt þú virðast. Ég spái barni snemma 2006 á þínum bæ og að þá um haustið komi veikburðua smásagnasafn. Sennilega kemur skáldsagan, eða jafnvel litla nóvellan ekki fyrr en tveimur árum síðar. Í fyrsta lagi. Best er svo fyrir þig að kaupa núna fullt af bleium og setja í kjallarageymsluna, þær eru ótrúlega ódýrar í verðstríðinu.

1:48 f.h., mars 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef þú bara vissir ... hehehe. Hins vegar gæti þessi útgáfuferill alveg gengið eftir, allt nema þetta "veikburða".

2:11 f.h., mars 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er andvaka datt í hug að skella hér inn smá. (Er reyndar að skrifa líka.) Þú virðis vera þreyttur. Það sem ég hef lesið á síðunni þinni hefur verið vel skrifað. Ætla að rýna textann þinn.: Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég skipti um bleyjur daglega…….
Og litli kjáninn hjalaði. Ekki gott að nota svona orð um barnið sitt. Frekar orða þetta eitthvað svona: Og litla krlílið hjalaði.
Þín skrif: Undarlegt eins og ég er mikill klaufi í höndunum að þetta lék mér alltaf í þeim.
Byrjunin góð. Undarlegt….höndunum þá lék þetta mér svo leikandi létt.
Í staðinn fyrir barni = barninu, því þú ert að tala um ákveðið barn, þitt barn væntanlega? Vona að þú takir þetta ekki stinnt upp, ef svo er þá eyðir þú þessu bara...

Ætli þessi nafnlausi hafi nokkuð lesið eftir þig. Býst ekki við því svo að hvernig getur hann þá verið að spá. Hann kannski svarar, ef hann þorir.
Auður

Ég held reyndar annað en sá nafnlausi. Held að þig langi í barn?

2:28 f.h., mars 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þó að innihaldið hafi stundum/oft farið yfir strikið. En það er auðvitað þitt mál.

2:41 f.h., mars 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt komment hjá honum.

2:54 f.h., mars 22, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:18 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home