mánudagur, maí 02, 2005

Bloody Sunday

Já, ég veit ég er dálítið seinn með að tala um þessa mynd, en ég sá hana loksins í kvöld í sjónvarpinu. Hvernig er það, hafa Englendingar enn þann daginn í dag ekki gengist við þessum glæpum? Segir myndin sannleikann um atburðina?

Ég googlaði innlendri umræðu um þessa mynd upp í kvöld (Hún var sýnd á kvikmyndahátíð fyrir tveimur árum) og þar er víða kvartað undan dogma-stílnum á kvikmyndatökunni, sem og hægri atburðarás framan af. Hvorttveggja finnst mér vera algjörlega út í loftið. Hafi þessi stíll í kvikmyndatöku einhvern tíma átt við þá er það í þessari mynd. Kannski er þetta fyrsta "dogma"-myndin sem er algjörlega laus við tilgerð (Já, ég veit þetta er ekki þvottekta dogmamynd). Varðandi tempóið á atburðarásinni þá er það líka fyllilega viðeigandi. Það er eins og það þurfi hvað eftir annað að benda fólki á það í dag að það er ekki alltaf verið að skemmta því þegar það les bók eða horfir á kvikmynd. Stundum eru mikilvægari hagsmunir í húfi.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Á kvikmyndahátíð núna eru mynd um aðra aðtburði á Norður-Írlandi sem áttu sér stað 1998. Ber hún nafnið Omagh eftir bænum þar sem atburðirnir gerðust. Hún er einmitt líka gerð í domga stíl. Reyndar held ég að í henni hafi beinlínis verið farið eftir dogma yfirlýsingunni. Þessi kvikmyndastíll hæfir henni mjög vel. Hann er svo ofur raunsær, en um leið kemst áhorfandin ekki hjá þvi að gera sér grein fyrir því að verið er að kvikmynda þar sem sífellt er súmmað og vélin hristist. Og svona skelfilegir atburðir eru einmitt á einhvern hátt ofur raunsæir. Það sem ég á við er að þessir skelfilegu atburðir eru að gerast í næsta landi við Ísland!

Kuggur

3:22 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Maður upplifir öngþveitið og ringulreiðina mjög vel í Bloody Sunday.

3:27 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ásgeir said...

Svona til að leiðrétta gamlan og þreyttan misskilning; dogma þýðir trúarkredda, nákvæmlega það sem Baunarnir voru að leika sér með, þeir settu reglur sem myndin varð að beygja sig undir. Það eitt að mynd sé filmuð í hráum stíl, hvort sem það er sökum blankheita eða út af listrænum ákvörðunum, er aldagömul aðferð og hefur nákvæmlega ekki neitt með dogma að gera. Tæknilega séð þarf dogmamynd ekki einu sinni að vera neitt hrá, ef menn sníða bara handritið þannig að náttúrulega lýsingin sé alltaf góð, ráða handstyrkan og óskjálfhentan mann á kameruna og skrifa inn í handritið stóran rum sem alltaf þvælist um með ferðaútvarp.

1:05 f.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir þetta.

1:06 f.h., maí 06, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home