sunnudagur, maí 15, 2005

Hreyfing og mataræði

Ég er staddur á þeim tímapunkti í heilsuátaki mínu þegar vanalega fer að halla undan fæti og allt fer til andskotans. Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna það hefur alltaf gerst en núna ætla ég að standa mig og þess vegna minni ég aftur á þetta annars lítt athyglisverða málefni. - Ég borða reyndar mikið en sæki kolvetnin að langmestu leyti í grænmeti, ávexti og mjólkurvörur. Ég hef aukið skokkið og stunda aðra hreyfingu flesta daga sem ég skokka ekki. - Vonandi drap ég engan úr leiðindum núna, en bloggsíðan er nýtt psykhólógískt megrunartæki.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þér ekki aukið skokk og hreyfing auka matarlyst? Hvernig tekurðu á því'

7:33 e.h., maí 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jú, kannski, en mér finnst sundið verra en skokk hvað það snertir. Mitt vandamál er hreinræktuð græðgi og fíkn sem er kannski annar handleggur en matarlyst. Þegar ég er laus við hveiti og sykur þá er eins og ég eigi einhvern sjens í að hafa hemil á græðginni.

7:42 e.h., maí 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru engin kolvetni í grænmeti. Nema þú teljir kartöflur og aðra rótarávexti til grænmetis. En ég held að það sé ekki litið þannig á.

Svo held ég að mjólkurvörur innihaldi engin kolvetni heldur. Þær innihalda fitu, kalk, prótein og ugglaust ýmislegt annað, en ekki kolvetni.

Ef þú ert á einhverjum kolvetnismeðvituðum megrunarkúr þá held ég að þú verðir að gera gangskör að því að kynna þér hvað kolvetni er.

Sólbráð

2:10 f.h., maí 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér þykir mjög leiðinlegt ef Mjólkursamsalan lætur prenta rangar upplýsingar utan á vörur sína. Í 100 ml af nýmjólk eru 3-4 grömm af kolvetnum. Magnið er svipað í skyri með gervisykri eða ósætu skyri en í sykruðum mjólkurvörum eru magnið að sjálfsögðu miklu meira og þau kolvetni eru hraðvirk þar sem um er að ræða hvítan sykur. - Það er eitthvað af kolvetnum í öllu grænmeti, mismikið, glettilega mikið í gulrótum, lítið í káli og tómötum, osfrv. Þessu hef ég flett upp í bókum um næringarinnihald matvæla. - Sum kolvetni eru hins vegar hraðvirk á meðan önnur er hægvirk. Ég neyti þeirra hægvirku, í grænmeti, ávöxtum og ósyrkuðum mjólkurvörum.

2:40 f.h., maí 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:13 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:24 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home