miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Fór í fisk til mömmu um sexleytið, skrifaði síðan og las á Súfistanum og er núna niðri í vinnu með skáldsöguskjalið opið. Mamma þusaði um R-listann og náði ekki upp í nefið á sér yfir klæðaburði kvenkyns borgarfulltrúa hans. Ég sagði að í raun ætti Sjálfstæðisflokkurinn að geta malað þetta en það virtist ekkert spennandi vera að gerast hjá þeim. Ótrúlegt að þessi stóri flokkur gæti ekki teflt fram neinu spennandi í borginni. Mamma sagði að nágranni hennar hefði enga trú á Gísla Marteini, hann hefði brosað of mikið í sjónvarpinu til að geta verið tekinn alvarlega. Ég sagði að ef Össur færi fram fyrir Samfylkinguna sem borgarstjóraefni myndi hún vinna kosningarnar. Á móti kemur að mér finnst Össur fínn og gæti vel hugsað mér hann sem borgarstjóra og þar með myndi ég frekar sætta mig við að Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki borgina. Mamma sagði að henni litist vel á Guðlaug Þór. Ég sagðist í rauninni vera alveg sammála henni en hann væri bara ekki vinsæll. Mamma þolir ekki vinstri sinnaðar konur sem eru hippalega klæddar en hún fílar gaura eins og Guðlaug Þór. Ég minntist ekki á Hönnu Birnu; mér fannst það einhvern veginn of persónulegt til að tala um það við mömmu. Ég hefði roðnað of mikið.

Við minntumst ekki á Vilhjálm Þ. Hvort segir það meira um okkur eða hann? Vilhjálmur er annars náungi sem allir myndu treysta til að stjórna borginni vel, röggsamlega og heiðarlega; en fáir myndu treysta til að vinna kosningarnar.

25 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Líst þér vel á Guðlaug Þór? Ég skil stundum ekki húmorinn þinn. Þetta er vonandi brandari?

12:17 f.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú áttar þig greinilega ekki á því hvað er grín og hvað er alvara í mínum skrifum. Stundum geri ég það ekki sjálfur.

12:19 f.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðlaugur Þór er alla vega ekki góður brandari. Mér líst ágætlega á Vilhjálm Þ., en mér finnst samt alltaf eitthvað hjákátlegt við að sjá menn ganga með hárkollur nú til dags. Þá er eitthvað ekki alveg í lagi.

12:33 f.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er hann með hárkollu? Ég hef ekki gert mér neina grein fyrir því. Hélt að þetta væri hárið á honum.

Ég er alltaf að vonast eftir identytís-upplýsingum um þig, þar sem þú skrifar svo mikið hérna. Þú sagðir að vísu eitt og annað um daginn en mér finnst þú enn vera ansi loftkennd. Tumi er það reyndar líka en hann skrifar minna og einhvern veginn kemur persónuleikinn meira í gegn hjá honum.

12:41 f.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Erla sé Jasmín. Það er eitthvað ´´You´ve got Mail´´ dæmi hér í uppsiglingu. - h k

12:41 f.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ert þetta þú, Erla?

Ekki vera með svona rómatískar meldingar, h k. Þetta er ekkert svoleiðis. Bara forvitni. Hún gæti þess vegna verið 300 kíló.

12:43 f.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekki náttúrlega ekki mömmu þína en ég er með kenningu um það af hverju hún fílar Guðlaug Þór.

Þegar R-listinn efndi til atkvæðagreiðslunnar um flugvöllinn, sællar minningar, tók sjálfstæðisforystan þá ákvörðun að finna því dæmi allt til foráttu og berjast með kjafti og klóm fyrir flugvellinum (sem var ekki 100% lógískt því afstaða manna til flugvallarins fer ekki eftir flokkslínum; ef hún fer eftir einhverjum línum þá er það kynslóðalínum).

Sjálfsstæðisforystan í borginni gekk svo langt í því máli að menn lýstu því yfir að þeir ætluðu ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Í mótmælaskyni. Eins lógískt og það nú var. Aukinheldur hvatti forystan ákaft til þess að borgarbúar sniðgengju þessa atkvæðagreiðslu og sætu heima.

Á þessum tímapunkti í Íslandssögunni fannst mér það arfalélegt að engum blaðamanni skuli hafa dottið í hug að rannsaka hvort sambærilegt atvik hefði einhverntíman komið upp í hinum vestræna heimi, segjum síðustu 3 eða 4 áratugina. Sumsé hvort það hefði einhverntíman gerst að forystumenn í stórum stjórnmálaflokki hafi hvatt almenning til að taka EKKI þátt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Ég verð að segja eins og er að mér fannst þessi aðgerð hreint með endemum og Sjálfstæðisflokknum til mikils vansa.

Allavegana þá gekk Guðlaugur Þór úr skaftinu 2 eða 3 dögum fyrir atkvæðagreiðslu og lýsti því yfir að hann ætlaði að greiða sitt atkvæði. Og gerði það.

Það var þá sem þessi maður stimplaðist inn hjá mér. Einfaldlega vegna þess að hann hagaði sér eins og ærlegur maður.

- Sólbráð

1:14 f.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig stendur á því að fólk myndar sér stjórnmálaskoðanir út frá flokkapólitík. Þegar maður spáir í það er þetta svo ólógískt. Þingmenn hafa oft greitt atkvæði gegn yfirlýstum skoðunum sínum, bara út af einhverri liðsheild. Þetta er ekki fótbolti, þetta eru stjórnmál, og fólk skyldi ætíð taka afstöðu til hlutanna út frá málavöxtum, ekki því sem stóri bróðir segir þeim.

Þess vegna gef ég skít í alla íslenska stjórnmálaflokka. Ég neita að kjósa gegn sannfæringu minni, en allir flokkarnir eru með einhver mál á sínum stefnuskrám sem ég er ósammála. Maður getur aldrei verið sammála öllu sem einhver annar segir, hvort sem það er maður, flokkur, trúarbrögð eða hvaðeina, og þess vegna finnst mér það vera sjálfsblekking að segjast aðhyllast allt sem stefna stjórnmálaflokks segir, að segjast aðhyllast allt sem segir í biblíunni eða kóraninum eða veda bókunum, o.s.frv.

Mannshugurinn virkar ekki þannig.

12:57 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er innan við 300 kíló. Ég er meira en helmingi léttari en þú.

1:15 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu innan við 53 kíló?!?!?

1:16 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hefði nú svona frekar veðjað á það.

1:16 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ljoshærd,innan vid 53 kg, hagfrædingur og einstæd modir.Gettu nu.

1:31 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessar upplýsingar verða að duga í bili. Ég er ekki alveg tilbúin til að senda nafn, heimilisfang, kennitölu, fingraför, dna-sýni, skónúmer og blóðflokk.

1:34 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Thad eru nu ekki margar konur a Islandi med Master i hagfrædi ?

1:37 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hefur það komið fram að hún sé hagfræðingur?

1:38 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ja

1:40 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég man ekki eftir að hún hafi sagst vera hagfræðingur.

1:41 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Fædd 1976? Hvað geri ég næst? Hvernig fletti ég henni upp?

1:42 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Goemull færsla. Konur ljuga aldrei.
"Jasmín said...
Það skiptir ekki máli hvað kapítalismi er í mínum huga. Þetta er ákveðið hugtak með ákveðna skilgreiningu burtséð frá því hvernig einstakir aðilar halda að megi nota orðið í daglegu máli.
Ég held að kapítalismi hafi ýmislegt sér til ágætis, en óheftur kapítalismi sé eins og óblandaður spíritus.
En ég er nú bara hagfræðingur."

1:46 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hun er gullfalleg kona.

1:50 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hún færi aldrei að ljúga þessu. Hefur hún sést í sjónvarpi sem álitsgjafi? Manni finnst líka e-n að 29 gömul kona sem er hagfræðingur og einstæð móðir hljóti að hafa sést í tímaritsviðtali.

1:50 e.h., ágúst 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að missa þig aðeins í þessum áhuga, Ágúst?

3:06 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er góður punktur. Ég var einmitt að hugsa það sama. Ef fólk vill leyna persónu sinni hér þá virðum við það.

3:14 e.h., ágúst 18, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home