miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Ég hafði gaman af umræðunum við síðustu færslu, jafnvel það neikvæða var alveg innan markanna. Mér þóttu líka nokkur tíðindi að rekast á þessa fínu heimasíðu meðal kommentaranna, því yfirleitt eru þeir ekki með neinn tengil: http://www.bjarkibaxter.com/

Mæli með henni.

Það var troðfullt á útgáfukynningu Græna hússins á Súfistanum í gærkvöld. Rúnar Helgi sýndi ansi góða takta þegar hann las upp úr einum af skemmtilegustu köflum bókarinnar. Erla hafði verið að lesa kaflann kvöldið áður og um leið og henni varð ljóst að Rúnar ætlaði að lesa nákvæmlega þennan kafla hugsaði hún: Hvernig ætlar hann að fara að þessu? Kaflinn er nefnilega troðfullur af samtölum og svo er ein drepfyndin afmælisræða í honum. En Rúnari tókst bara prýðilega upp í því að breyta röddinni eftir því hver talaði og úr urðu einir 5 karakterar.

Litlu forlögin eru annars nokkuð áberandi núna, þ.e. lítil útgáfufyrirtæki sem eru með alvöru útgáfustarfsemi, gera hlutina eins og þau stóru, væntanlega með allri þeirri áhættu sem því fylgir: Uppheimar, Græna húsið, Ugla, Bókafélagið og satt að segja mörg fleiri sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega mjög efnilegur maður þar á ferð.

12:24 e.h., nóvember 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú skrifar þennan pistil í Blaðið í dag bara vegna þess að þú ert öfundsjúkur.

12:37 e.h., nóvember 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, alveg hreint bráðefnilegur.

12:37 e.h., nóvember 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ad hominem pistillinn er glataður vegna þess að hann er skrifaður af manni með minnimáttarkennd.

12:50 e.h., nóvember 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og þetta var ad hominem komment ef þú áttar þig ekki á því.

12:53 e.h., nóvember 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, er það?

1:23 e.h., nóvember 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hreinlega skil ekki hvað Eiríkur Nordal kemur þessu máli nokkuð skapaðan hlut við.

3:05 e.h., nóvember 30, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home