fimmtudagur, desember 01, 2005

Lystisemdir lífsins eru meðal hindrana á vegi rithöfundarins. Í kvöld kem ég heim með hálfa skáldsögu (eða meira, eftir því hvernig á það er litið) í tölvunni minni, en ég hlakka líka til að skokka og það tekur upp undir klukkutíma. Auk þess er ég með nýjan Who hljómleikadisk og það er líka leikjatölva heima og ég er nýfarinn að geta unnið tölvuna í FIFA 06. Blackpool er síðan þrælgóður breskur þáttur á dagskrá sjónvarpsins og þegar líður á kvöldið fæ ég konuna heita og mjúka heim úr nuddi í World Class. - Töluverða sjálfsafneitun þarf til að þrífast sem rithöfundur í þessari gósentíð. Annars veit ég ekki hvort það er rétta orðið - ég tengi afneitun alltaf við sjálfsblekkingu og ógöngur, það gera 12 spora pælingarnar.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég legg til að þú losir þig við sjónvarpið og leikjatölvuna.

7:50 e.h., desember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott nýja bloggið hjá Nördal, kannski ættir fríska aðeins upp á síðuna hjá þér Gústi.

9:14 e.h., desember 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er mjög flott hjá honum.

11:21 e.h., desember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með nýja tilvitnun. Þessi síðasta er glötuð.

11:53 e.h., desember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Um hvaða Nördal eru menn að tala?

11:54 e.h., desember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að anonymous sé að reyna að stela skáldsögunni þinni, tilvitnun fyrir tilvitnun.

1:17 f.h., desember 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:29 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home