fimmtudagur, desember 01, 2005

Valið stendur á milli þess að gista í Römerberg í Frankfurt eða í miðbænum í Darmstadt. Ég hef engan tíma til að spóka mig of mikið og gleypa í mig umhverfið á túristavísu en helst má staðurinn samt ekki vera of nöturlegur. Jón Óskar benti mér á Freiburg en hún er aðeins of langt í burtu frá Frankfurt. Ég vil geta notað allan tímann því þetta verður líklega afkastamesta ferðin mín til þessa, handritið stendur þannig að ég stefni að því að slá inn um 50 blaðsíður. Ég vil ekki þurfa að stressa mig á 3ja tíma lestarferð kvöldið áður en ég fer heim.

Ég er að lesa jólabækurnar en ég ætla að fara kannski dálítið varlega í dómunum. Byrjaði á Barnagælum í gærkvöld og ef hún er eins og mér líst á hana þá sleppi ég því að fjalla um hana hér. Ef hún reynist góð þá læt ég þess getið. Þráinn gaf mér Einhvers konar mig um daginn og Valkyrjurnar sínar. Valkyrjurnar les ég um jólin og líka Blóðberg. Mamma er að lesa hana núna og er stórhrifin. Ég er búinn með Höfuðlausn Ólafs Gunnarssonar en er enn að lesa Rokland. Í frostinu eftir Jón Atla er ég búinn með, líka Steintré Gyrðis og Nokkurs konar sögur eftir Hallberg Hallmundsson. Og Feigðarflan Rúnars Helga. Mig langar að lesa Hina sterku eftir Kristján Þórð og Sólksinshest Steinunnar Sigurðardóttur. Einhvern tíma les ég Argóarflísina eftir Sjón en ætla samt að leyfa henni að bíða.

Af nonfixjón bókum langar mig í Völundarhús valdsins og skrýtnu bókina um bókaverðina á Landsbókasafninu, hvað heitir hún, Afbrigði og útúrdúrar?

Ég er nýbúinn að klára pistil þar sem ég held því fram að Arnaldur Indriðason sé ekki morðingi. Hann ætti að birtast í næstu viku.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Megum við þá túlka þögn þína um Barnagælur þannig að þér finnist hún ömurleg?

Ertu ekki með þessu að ganga í lið með Páli Baldvini?

3:52 e.h., desember 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er þegar búinn að benda með umdeildum hætti á slæman dóm um bókina. Ef ég fer að rakka hana niður hér í ofanálag er það orðið að einelti. Við sjáum bara til, ég er rétt nýbyrjaður á henni.

4:02 e.h., desember 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert að leggja þennan Óttar í einelti.

Hvað hefur hann eiginlega gert þér, móðgaði hann þig á Ölstofunni?

4:36 e.h., desember 01, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:20 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:29 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home