sunnudagur, desember 11, 2005

Reyfarinn orðinn viðmið

Í sjálfu Þjóðmenningarhúsinu eru nú haldnir bókmenntaupplestrar undir yfirskriftinni "Jólahrollur í hádeginu". Þar á hver ágætishöfundurinn sitt hádegi. Í auglýsingunni segir m.a.: "Einn af öðrum tínast spennusagahöfundarnir í Þjóðmenningarhúsið á aðventunni og skjóta áhlýðendum skelk í bringu."

Þarna er gengið úr frá því að spennusagan sé hið almenna skáldsagnaform og í þessari dagskrá er verkum á borð við Dætur hafsins eftir Súsönnu Svavarsdóttur, Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson og Túristi eftir Stefán Mána þröngvað undir spennusagnahugtakið.

Það er ekkert að íslenskum bókmenntum. Og það er ekkert að því að spennusagnahöfundum hafi fjölgað. Það eru þeir sem um bókmenntirnar fjalla sem eru að drepa mann úr leiðindum með yfirborðsmennsku sinni. "Heimóttarskapur" var það orð sem Friðrik Rafnsson valdi um daginn til að lýsa reyfaradýrkun íslenska bókmenntaheimsins. Nú birtist sá heimóttarskapur í Þjóðmenningarhúsinu sem ekki getur boðið höfundi að lesa upp án þess að láta eins og hann sé spennusagnahöfundur, jafnvel þó að hann sé það ekki.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Öfund er enginn dyggð, ÁBS. Reyndu heldur að samgleðjast þessum höfundum og velgengni þeirra. Þú gætir lært sitthvað af þeim.

6:52 e.h., desember 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú virðist ekki vera læs.

6:53 e.h., desember 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svo satt að það er grátlegt, svo ófyndið að manni verkjar í þindina. Glæpasögur hafa mest lítið að segja mannkyni nema doðrantsþykka sögu af líki og leitinni af líkgerðarmanninum. Þarna á milli getur góður höfundur vissulega búið til bókmenntaverk, misskiljið mig ekki, en að allir þessir íslensku höfundar skuli festa sig með hunangi á milli þessara einföldu póla – milli líks og líkgerðarmannsins – er æði ófrumlegt. Af hverju skrifa höfundar þá ekki bara bækur sem fjalla um það eitt að týna nál og finna hana svo aftur í heystakknum?

En svona er þetta. Íslendingum er það líka æði gjarnt að vilja hafa alla sauði í einum dilk, og þeir sem ekki eru í honum ráfa í almenningi og bíða þess að tískan sæki þá heim. Svo gerist það stundum að þeir jarma sig saman við hina til að fá einhverja umfjöllun, hvort sem þeir eru markaðir sem glæpakindur eður ei. Ég held þó að höfundar ættu ekki að fárast yfir glæpasögum, þeir eiga bara að halda áfram við sitt. Tími móbíldkrögóttu eða varhösmögóttu sauðanna mun koma. Þeir verða bara að trúa því sjálfir og gera betur.

7:11 e.h., desember 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef í sjálfu sér ekkert út á íslenska rithöfunda að setja og mér finnst skáldskapurinn ágætlega fjölbreyttur þrátt fyrir glæpasagnafárið. En það eru áherslurnar í umfjölluninni sem mér finnst sífellt meira vera út í hött.

7:29 e.h., desember 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ótrúlega töff analógía með kindur. Eru menn hættir í hrossunum?

8:43 e.h., desember 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Einsleitni í skáldskap er ekki eftirsóknarverð. Hafa höfundar ekkert að segja lengur? Hvar er gagnrýnin, þjóðfélagsbroddurinn? Gleðin, reiðin, forvitnin, svölunin? Telur einhver það góða þróun að út komi 12 reyfarar, innbundnir og fínir handa þjóð sem fyrir var orðin löt og vær eins og ofalinn köttur.
Fyllilega sammála pistli þínum, Ágúst. Er ég þó enginn jábróðir heldur höfundur sjálfur á hreyfingu.

12:15 f.h., desember 12, 2005  
Blogger bjarney said...

Við lifum á tíma glæpasögunnar en það verður spennandi að sjá hvað það tímabil verður langt (vonandi ekki mikið lengra). Það sem mér finnst spennandi við þetta er að tímabilið sem kemur á eftir verður vonandi gjörólíkt - þá hrannast upp bækur um ekki neitt, með engan sérstakan söguþráð og enga spennu (spurning hvort salan verði jafn góð en það er annað mál). Mér sýnist glæpasögurnar hafa tekið við af sögulegu skáldsögunum og vonandi fer eitthvað almennilegt súrrealískt tímabil að koma upp næstu árin :-)

10:31 f.h., desember 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

4:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:35 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home