sunnudagur, mars 12, 2006

Þrjár framkvæmdir

Hringbrautin - sem er óskiljanlegt rugl, breytingar sem valda því t.d. að mjög erfitt er að komast fótgangandi frá BSÍ vestur í bæ og ekki er hægt að fara á reiðhjóli frá Hringbraut og upp á Rauðarárstíg.

Breytingarnar á Hlemmi - sem eru ljótar og fáránlegar, auk þess sem þær loka svæðið af og hafa drepið það litla mannlíf sem enn þreifst þarna á síðari árum.

Strætókerfið - sem er óskiljanlegt. Vagninn sem stoppar rétthjá heimili mínu fer ekki niður í miðbæ, ef ég ætla að taka vagn uppi á Hlemmi ekur vagninn minn oftast framhjá mér og tekur mig ekki upp í vegna þess að ég stóð ekki við nákvæmlega rétta staurinn, þó er ógjörningur að vita hvar maður á nákvæmlega að standa til að bíða eftir hverjum vagni.

Stundum er sagt að bestu stjórnvöldin séu þau sem geri minnst. Þessar þrjár aðgerðir kostuðu allar mikla peninga og mikla vinnu. Borgin væri miklu betri ef nákvæmlega engu hefði verið breytt í þessum málum, ekkert aðhafst.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

var ekki bara gott að losna við rónana af Hlemmi?

4:49 e.h., mars 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ný tilvitnun?

4:51 e.h., mars 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki segja: "þakið hans" það er kauðskt, það fer miklu betur að hafa einfaldlega "þakið". Hljómfallið sem myndast með "forviða" og "tómlega" er fallegt.

5:01 e.h., mars 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En rónarnir eru ekki farnir.

6:54 e.h., mars 12, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir ábendinguna, A. nr. 3. Hún er líklega hárrétt.

7:03 e.h., mars 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og einhver benti á: Ónýtt strætókefi bitnar mest á gamla fólkinu. Það einangrast. Úrlausn borgarinnar? Að ráða sérstakt fólk til að heimsækja liðið.

7:26 e.h., mars 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

En hvað finnst þér um milljarða tónlistar- og ráðstefnuhús á meðan heilbrigðiskerfið er í molum?

8:24 f.h., mars 13, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Tvær spurningar.
Hvernig stendur á því Boggi að vagninn þinn ekur framhjá þér?

Hver skyldi fjarstýra honum?

6:01 e.h., mars 13, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:03 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home