miðvikudagur, maí 03, 2006

Ég er loksins farinn að fíla stílinn á sögunni minni. 100 svona blaðsíður og málið er leyst:


Hann aðgætti tölvupóstinn. Það var komin grein frá Hallgerði. Hún spurði hvenær greinin myndi birtast, rétt eins og birting hennar hefði þegar verið samþykkt, hvað hún fengi mikið greitt og hvenær. Honum fannst skyndilega svo óþægilegt að vita af gula miðanum í veskinu að hann náði í hann og fleygði í ruslafötuna. Hann opnaði viðhengið frá Hallgerði og byrjaði að lesa en gat ekki fest hugann við efnið því miðinn í ruslafötunni fyllti hann angist. Loks þoldi hann ekki við, rauk fram með fötuna, tók lyftuna niður í kjallara, fór út í port og hvolfdi úr fötunni í grænan sorpgám. Andstuttur horfði hann upp í gluggana en þar var hvergi hreyfingu að sjá. Það var hlýtt í veðri en sólarlaust. Nokkur lágreist bárujárnshús römmuðu af bakgarðinn á móti skrifstofubyggingunni, ofan á einu þeirra var ryðguð loftnetsgreiða og þar hafði hópur smáfugla raðað sér. Um leið og hann varð þeirra var þyrluðust þeir upp í loftið eins og rykagnir og flugu út í buskann. Litlu garðarnir við bárujárnshúsin voru óhirtir og grasvilltir. Upp í hugann skaut grænu veggfóðri með blómamynstri. Hann hafði farið barnshöndum um vegginn og einhver fullorðinn talaði blíðlega til hans. Hann hafði verið dæmalaust þægur drengur og móðir hans þreyttist ekki á því að hrósa honum fyrir það. Honum þótti veröldin hættuleg. Einu sinni stóð hann á strætisvagnabiðstöð þegar tveir töffarar á amerískum kagga stoppuðu þar með bremsuískri, farþeginn teygði bólugrafið andlit út um gluggann og sagði: “hey, þú mátt eiga þetta” og grýtti mjólkurhristingi í pappamáli að honum, ljósbleikar slettur lentu á skónum hans.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er skemmtilegt og skýrt.

6:08 e.h., maí 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Danke, Nachbarn

6:28 e.h., maí 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Við erum reyndar ekki nágrannar. Ég býst þó við að flytja í Vesturbæinn innan nokkurra ára.

11:24 e.h., maí 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst.
Sem reglulegum - en hingað til þöglum - lesanda rennur mér nú blóð til skyldu:
Þetta er reglulega gott hjá þér. Góður kafli, smurðar skiptingar og - það sem mest er um vert - kveikir forvitni, þennan neista. Kudos og klapp á bak.

11:49 e.h., maí 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Prófaðu punkt á eftir "...pappamáli að honum. Ljósbleikar slettur lentu á skónum hans. Ég veit það ekki, kannski er hitt bara betra. En það má velta þessu fyrir sér.
Hvur andskotinn er á gula miðanum?
Greinilegt að hér er fagmaður í auglýsingabransanum á ferðinni...

1:03 f.h., maí 04, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tumi, ég veit að það er málfræðilega rétt að setja punkt þarna en mér líkar það ekki, ég vil ekki að sletturnar fái sér málsgrein. Anonymous: takk. Bjarki: þú ert á Nesinu, er það ekki? Þá finnst mér þú einhvern veginn vera nágranni þó að það sé kannski ekki rétt.

12:31 e.h., maí 04, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:31 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home