miðvikudagur, maí 10, 2006

Árið 2002 varð KR Íslandsmeistari og Þýskaland í 2. sæti á HM, Vizeweltmeister. Ég sé þetta ekki endilega endurtaka sig í sumar, bæði liðin líta dálítið verr út en þá. Samt eru þau líka með vissum hætti óskrifuð blöð.

Þetta verður viðamikið fótboltasumar. Þar sem möguleikar mínir á útgáfu í haust eru orðnir raunhæfir þarf ég að halda vel á spilunum og ekki sóa of miklum tíma í fótboltagláp. Ég var að fá frábæra umsögn á hluta af handritinu hjá vel metnum aðila í gær.

16 Comments:

Blogger Þórhallur said...

KR á eftir að bregðast þér, verða í 5 sæti. Og ef þú heldur að þjóðverjar gleði þig með framúrskarandi árangir í sumar ertu full bjartsýnn.

Þeir munu eiga erfitt með að komast úr riðlinum.

Eina bjarta við þýskaland er Lukas Podolski, annað er svona samansafn af misútbrunnum gamalmennum.

4:07 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er heilmikið til í þessu hjá þér. En kosturinn við fótboltann er sá að það er alltaf hægt að koma á óvart.

4:09 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Þórhallur said...

Óvart; er óskhyggja þess sem berst fyrir glataðan málstað.

5:50 e.h., maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

vel metnum aðila hverjum? segðu nafnið bara, annað er skrýtið

6:06 e.h., maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

undirritað: vel metinn anonymous

6:06 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Í fótbolta eru úrslitin aldrei ráðin fyrirfram og síðasta liðið í heimi til að afskrifa nokkurn tíma er þýska landsliðið.

6:07 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Þórhallur said...

Þjóðverjar eru reyndar í aumum riðli. Spái þeim reyndar sigri gegn Costa Rica en svo tvö niðurlægjandi töp gegn Pólverjum og Ecuador...

En kannski þeir hafi þetta á heimavellinum og dett út í 16 liða úrslitunum?

6:27 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þjóðverjarnir eru ekki svona lélegir. Þeir ættu að vinna riðilinn og sleppa þar með við að mæta Englandi í 16-liða úrslitum (fá líklega Svíþjóð) og komast 8-liða úrslitum. Þar verður þetta erfitt. Þannig að ég tel líklegast að Þýskaland falli út í 8-liða úrslitum. Þeir eru með betra lið en Pólland og Ekvador.

7:00 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Þórhallur said...

Englendingar misstíga sig og svíar vinna riðilin. Englendingar slá svo þjóðverja út í 16 liðaúrslitunum. Með eða án rooneys.

7:09 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svíar eru á mikilli niðurleið. Þjóðverjar munu passa sig á því að mæta ekki Englendingum svona snemma í keppninni, jafnvel þó að það kosti að tapa leik. Reynslan sýnir að þeir fara þannig að ef svo býður við að horfa.

7:12 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Þórhallur said...

Gott að þú ert svona lojal.
Betra að þú varst ekki ungur maður á fjórðaártugnum. Þá hefði sennilega verið kastljósþáttur um þig og hrifningu þína á nasistum.

8:20 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hefði ekki getað haldið með Þjóðverjum í einu né neinu á fjórða og fimmta áratugnum. Ég byrjaði að halda með Þýskalandi um miðjan níunda áratuginn eftir að hafa búið dálítinn tíma þá í Þýskalandi. Ég fylgdist m.a. með afrekum Ásgeirs Sigurvinssonar sem varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984. Hann var að öllum líkindum besti leikmaður Þýskalands það árið, ekki einu sinni Rummenigge sló honum við.

8:32 e.h., maí 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Valur gæti orðið meistari í ár. FH hefur heldur dalað frá síðasta sumri.

9:13 e.h., maí 10, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Willum er stórhættulegur og aldrei að vita hvað Valur gerir undir hans stjórn. KR var í raun ekki líklegur meistari 2002.

11:32 e.h., maí 10, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:31 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:06 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home