laugardagur, júlí 29, 2006

Ég lenti fyrir tilviljun á mótmælafundi gegn innrásinni í Líbanon fyrir utan Bandaríska sendiráðið og uppgötvaði samstundis að þar átti ég vel heima. En fundinn virtust aðeins sækja mjög þekktir eindregnir vinstri sinnar. Hvers vegna þurfum við alltaf að skipa okkur í fylkingar? Hvers vegna getum við ekki sameinast í einstökum málum sem ættu að vera hafin yfir allar flokkslínur?

Maður þarf ekki að vera vinstri sinnaður til að ofbjóða framferði Ísraelsmanna (eða þykja raunar stofnun ríkis þeirra á sínum tíma fáránlegur gjörningur) og maður þarf heldur ekki að vera vinstri sinnaður til að álíta að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum séu á skelfilegri braut.

20 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Þetta er tómt bull í þér. Ég var á fundinum og ég er svívirðileg frjálshyggjukona en hef aldrei verið í pólitískum flokki. Þarna voru líka vinir mínir sem eru óflokksbundnir friðarsinnar. Þú ert sérdeilis
grunnhygginn en það var gaman að sjá þig þarna í mannfjöldanum.

1:20 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hefurðu gaman af að sjá grunnhyggið fólk í mannfjölda?

1:23 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ekki neitt umfram annað fólk sem tilbúið er að sýna friðarvilja. En það var gaman að sjá þig þarna. Ég taldi hélt í sakleysi mínu að þú hefðir tekið meðvitaða ákvörðun um að mæta og fordæma morð og stríðsrekstur.

1:34 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég vissi ekki af þessu. En þegar ég sá hópinn álengdar, vissi ég hvað var í gangi og blandaðist honum.

1:36 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Hildigunnur said...

hei, ég sá hvorugt ykkar. Sem betur fer, þetta var nægilega stór hópur til þess.

2:23 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Heh, ég sá þig. Ég þekkti andlitið af netinu, hef ekki séð það utan tölvuskjás áður.

2:32 f.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá bæði Ágúst og Þórdísi en hvergi Hildigunni. Það er sennilega vegna þess að við höfum aldrei verið kynnt.

Það minnir mig á sögu sem Bogi Ágústsson sagði eitt sinn í sögutíma í Álftamýrarskóla:

Tveim Bretum var bjargað af eyðieyju 30 árum eftir að þeir urðu þar skipreka af skemmtiferðaskipi. Björgunarmennirnir furðuðu sig á því hví þeir voru ekki málkunnugir. "We had never been introduced" svaraði sá þeirra sem framhleypnari var.

3:06 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

og ég sá Elías.

3:19 f.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Reyndar hefur mér aldrei fundist stofnun ríkis þeirra vera fáránlegur gjörningur nema eftir á að hyggja; þetta hljómaði vel á sínum tíma. Hins vegar var eitt mesta mikilmennið meðal stofnenda þeirra stanslaust að láta sér blöskra framferði þeirra: "Við verðum að gefa þeim þetta land aftur" (sjá http://observer.guardian.co.uk/nireland/story/0,11008,582158,00.html)

4:41 f.h., júlí 29, 2006  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

En þegar betur er að gætt held ég að ástæða þess að þú talar um þekkta vinstri menn Ágúst, sé sú að þarna voru þekktir vinstri menn og fjölmargir aðrir. Hins vegar sá ég enga þekkta hægri menn (kannski þig!) og það finnst mér merkilegt. Ætli það sé virkilega svo að hægri menn hugsi almennt einsog Björn Bjarnason virðist gera: Ef þú ert á móti stríði þá ertu með einhverjum ógurlegum óvini.

1:27 e.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá þig líka úr fjarska, Ágúst, og reyndi að veifa, en án árangurs! Ég blés sápukúlur til að létta mér lundina. Og ég er aflóga Sjálfstæðismaður og ógflokksbundinn friðarsinni.

1:46 e.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Audvitad hafa Isreal rett a ad verja sig. Hverjir rada i Libanon ? Eru thad ekki hrydjuverkasamtokin Hizball ? Libanska stjorin hefur engin vold i thessu landi.

7:46 e.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú segir það, Zionisti litli. Það má benda á það að Ísraelsmenn hafa alltaf verið hrifnir af því að hrekja fólk frá heimilum sínum. Nú er að alast upp þriðja kynslóð Palestínumanna sem fæðast í flóttamannabúðum. Þetta fólk elst upp og þekkir engan infrastrúktúr, ekkert samfélag, ekkert nema hatur. Og hvaðan heldurðu að Hizbollah fái sína liðsmenn? Ísrealsmenn setja grautinn í pottinn og ætlast svo til að restin af heiminum hræri í honum. Og þegar eitthvað brennur við bregðast þeir við með því að hækka hitann. Það verður að fá þessa menn til að slökkva á eldavélinni.

Ég verð eiginlega að vera sammála þér, Ágúst, að stofnun Ísraelsríkis, eins og að henni var staðið, var mjög heimskuleg. Ekki bara eftirá að hyggja. Hverjum dettur í hug að taka land af fólki sem hefur búið þar öldum saman og gefa Ísraelsmönnum af því að það stendur í einhverri 4.000 ára gamalli bók? Get ég þá skrifað bók þar sem stendur að ég eigi að fá stórt landsvæði á Íslandi og verður það tekið gilt?

9:17 e.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er thetta ekki bara spurning um nokkur ar thegar menn byrja ad skjota smaum kjarnaflaugum a Isrealriki. Heitasta osk forseta Irans Ahmadinedschad er ad eyda Isrealriki.
...
...
Zionistar hafa gridarleg vold i bandarisku samfelagi og efast um ad Bush og co hafi kjark til stugga vid theim.

9:45 e.h., júlí 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist að Ísrael er eitt stærsta kjarnorkuveldi í heiminum. Þeir eiga yfir 200 kjarnaodda. Ég efast stórlega um að Íranir fari að hella sér út í kjarnorkustyrjöld við Ísrael. Þeir eru kannski sumir hverjir ofstækismenn, en þeir eru ekki heimskir.

Hins vegar verð ég að segja að Ísraelsmenn eru sjálfir búnir að skapa allt þetta hatur. Enginn annar. Auðvitað er þetta ofbeldi viðbjóður, en þetta er engum að kenna nema Ísraelsmönnum. Þá ríkisstjórn Ísraels. Hins vegar bitnar þetta á saklausum íbúum ríkisins, sem hafa ekkert gert af sér annað en að fæðast á óheppilegum stað.

5:37 f.h., júlí 30, 2006  
Blogger ErlaHlyns said...

Ok, hver sá flesta? Ég sá Hildigunni, sem gaf mér rababara um daginn, en þegar ég ætlaði að heilsa var hún horfin.
Það var gaman að sjá þig þarna ÁB. Ég taldi líka að þú hefðir tekið meðvitaða ákvörðun um að koma.

Kveðja,
fyrrverandi sálfræðinemi og
núverandi vinstri öfgasinni ;)

8:39 e.h., júlí 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú varst töfrandi, Erla, enda nafna eiginkonu minnar.

8:42 e.h., júlí 30, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:34 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:59 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:17 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home