föstudagur, ágúst 07, 2009

Er þetta bara orðin einhver mylsnusíða?

“... svo fer ég í Landsbankanna á fimmtudaginn og næ í nýja og fína íþróttatösku handa Ragga, ha ...”

Drengurinn kinkar kolli áhugalaus. Þórir lætur það ekki á sig fá. Drengurinn gæti verið farinn að þráspyrja hann um töskuna eftir nokkrar mínútur þegar hann er búinn að melta upplýsingarnar og afgreiða annað úr huganum sem hann honum kann að þykja áhugavert þetta augnablikið.

Verra þykir Þóri að Ása horfir rannsakandi ef ekki tortryggin á hann.Eflaust af því hann er of ákafur, aðeins of áhugasamur, þannig að þetta fagnaðarerindi fær holan hljóm. Það er synd því nú væri hughreystandi að skynja velþóknun hennar.

Þau sitja við eldhúsborðið. Drengurinn er að rýna í fótboltmyndamöpppuna en Ása flettir prjónanámskeiðsmöppunni úr Mími.

Þórir kann ekki önnur ráð en að halda áfram.

“Svo keppirðu í Vestmannaeyjum í sumar. Þú gistir í heilar fimm nætur.”

“Í tjaldi?”

“Neeei, það er örugglega ekki gott að sofa í tjaldi þegar maður er að keppa á fótboltamóti.”

“Ég get tekið betri langskot en Baddi. Kannski tek ég bestu langskotin í mínum flokki. En hérna, en hérna, ef svo þarna í Vest ... Vest þarna eyjum, þá ætla ég sko kannski að skora með langskoti. En samt getur Gulli varið mjög föst langskot. En ef hérna, ef hérna, ef hérna ég verð kannski í marki á þessu móti held ég að það sé dálítið gott því ég get gripið mjög háa bolta sem kannski Baddi getur ekki gripið. En einu sinni þá var þjálfarinn að segja við okkur að við ættum að æfa að rekja boltann og þá gerði Birgir dálítið asnalegt ...”

Þórir finnur augu Ásu hvíla á sér, kannski er hún að vakta hvort hann haldi athyglinni við blaður stráksins sem nú er að ná kunnuglegu flugi. Þórir horfir því stíft á drenginn, hlustar, nemur hinar keimlíku upplýsingar og kinkar reglulega kolli.

Ávinningurinn er sá að eftir nokkuð langa fótboltaræðu verður tal drengsins skyndilega áhugavert.

“Um daginn voru þrír fimmþúsundkallaar í pennaveskinu hans Badda.”

“Vertu nú ekki með svona vitleysu”, grípur Ása fram í.

“Ég er ekki með svona vitleysu. Þeir voru krumpaðir saman. Einn datt á gólfið og Birgir tók hann upp úr gólfinu og sagði ‘Gaur! ertu með fimmþúsundkall’ og þá segir Baddi ‘Iss, ég er með tvo í viðbót’ og þeir voru báðir líka krumpaðir saman. Og svo sagði hann við Birgir ‘Þú mátt bara eiga hann’ og Birgir þorði því ekki. Hann þorði ekki að eiga fimmþúsundkallinn. Sagði bara eitthvað ‘Öööööö ... ég má það ekki’.

“Hvað heitir pabbi hans?” spyr Þórir.

“Pabbi Birgis?”

“Pabbi Badda. Þessa sem var með peningana.”

“Ég veit það ekki.”

Þórir horfir spyrjandi á Ásu. Hún yppir öxlum, stendur upp frá eldhúsborðinu, tekur með sér ljósrauða námskeiðsmöppuna inn í stofu, leggur möppuna á stofuborðið, sest í sófann og seilist eftir rósóttri prjónfötu við hliðina á sófanum. Tekur prjóna og garn upp úr fötunni, flettir möppunni og hefur síðan augun á henni um leið og hún byrjar að munda prjónana.

Svona hefur hann horft áður horft á móður sína og ömmu sína bera sig að. Báðar eiga meira að segja svipaðar pjónafötur og báðar prjóna enn. Eini munurinn er sá að þær sitja ekki í svona nýtískulegum stofum. En eftir hundrað ár mun þessi stofa ekkert endilega þykja nýtískulegri en þær. Munu þá konur sitja enn í stofum og taka garn og prjóna upp úr prjónafötum?

“Er pabbi hans sköllóttur?” spyr hann drenginn.

“Já og hann er oft í sjónvarpinu”, svarar drengurinn án þess að líta upp úr fótboltamyndunum.

“Er Baddi strákurinn sem fór á úrslitaleikinn í fyrra?”

“Já og hann fékk að bjóða Einari með sér af því hann nennti ekki að fara einn. Þeir fóru á Arsenal – Barcelona og þeir flugu í einkaþotu. En samt fannst Badda ekkert gaman af því Arsenal tapaði.”

Ef þetta var sá maður sem Þórir hélt þá hafði hann séð ljósmynd af honum í sjónvarpinu um daginn undir óskiljanlegri frétt um hlutabréfakaup.

“Hérna þessi taska sem þú ætlar að ná í”, sagði strákurinn horfði horfði allt í einu hugsi á Þóri.

“Já?”

“Er hún stærri en græna taskan mín?”

“Já, örugglega. Það er bara eiginlega poki.”

“Er eitthvað fótboltamerki utan á?”

“Líklega bara Landsbankamerki.”

“En hann er ekki lið.”

“Nei, það er bara banki.”

“En þeir elska fótbolta”, sagði drengurinn og þuldi síðan auglýsingaslagorðið nokkrum sinnum, með flatri en dálítið drungalegri röddu: “Við ELSKUM fótbolta.”

Gamall vinnufélagi Þóris hafði samið slagorðið og handritið að auglýsingunum sem því fylgdu. Það var ungur maður sem elskaði auglýsingar jafnmikið og bankinn sagðist elska fótbolta, líklega meira.

Þórir brosti og hugsaði hlýlega til fyrrverandi félaga síns í stutta stund. Það var gott að hugsa um eitthvað allt annað – um eitthvað annað en eigin vandræði sem hann vissi ekki hvort voru raunveruleg.

***

Uppi í rúmi hugsar hann um Drífu Sjöfn, andlit hennar og snertinguna af fingrinum, á meðan Ása hefur sig til fyrir háttinn inni á baðherbergi. Mikið er það óviðeigandi af honum, hugsar hann líka. Mannshugurinn er skrýtinn. Eina stundina kvalinn af samviskubiti og skömm en ornar sér þá næstu yfir sama tilefni uppi í eigin rúmi.

Drífa Sjöfn er ekki aðlaðandi. Þetta er ekki kona sem hann gæti laðast að. En það er meira eins og hann sé að segja sjálfum sér það því löngunin í augum hennar og snertingin af fingrinum – hvorttveggja er ennþá ómótstæðilegt.

Þegar Ása kemur inn í herbergið brosir hún til hans en það bros hefur ekkert með ástríðu að gera, það er velþóknunin sem hann saknaði áðan yfir fótboltaframtakinu hans. Hún er í síðum tíu ára gömlum náttkjól, upplituðum af þvotti í gegnum tíðina, hefur enda lifað af eina þvottavél í þeirra eigu. Ása hefur alltaf verið nýtin og aldrei kröfuhörð fyrir sjálfa sig. Samt krafðist hún þess að þau endurnýjuðu íbúðin fyrir tíu milljónir. Það bara varð að gera það vegna þess að svoleiðis gerir fólk. Samt var gamla íbúðin í fínu standi (breytingin er svo mikil að það er varla hægt að tala um sömu íbúðina, heldur þá gömlu og þá nýju), nokkuð sem Þórir nefnir ekki upphátt lengur við nokkurn mann því annars er hlegið að honum. Íbúðin var úrelt er honum tjáð. Það býr enginn svona lengur nema einhverjir vesalingar sem neyðast til þess. Og Ása sá að þetta var illskárri kostur en sá að kaupa nýtt húsnæði fyrir lágmark 50 milljónir. Þannig að á vissan hátt er endurnýjuð íbúðin líka til marks um hagsýni hennar rétt eins og náttkjóllinn.

Andlitið er glansandi af einhverju glæru kremi. Það er þó skárra en hvíta rakakremið og agúrkusneiðarnr sem Erna hans Inga hefur stundum yfir andlitinu undir háttinn. “Giftar konur eru svo ljótar af því þær eru alltaf að gera sig fallegar, ég veit samt ekki fyrir hvern, ekki fyrir eiginmennina”, sagði Ingi biturlega þegar hann lýsti þessu. Þóri leiðist slíkt tal og reynir yfirleitt að eyða því. Það er of persónulegt. Þó hvarflar að honum að sem hugsanlega upprennandi rithöfundi ætti hann að gefa því meiri gaum.

Hvað sem því líður þá finnst honum Ása falleg. Hún er til dæmis miklu fallegri en Drífa Sjöfn. En fegurð hennar hreyfir ekkert við honum lengur. Hann býst við því að það sé fullkomlega eðlilegt, fólk vill bara ekki viðurkenna slíkar staðreyndir lífsins.

Nú fær hann hugljómun. Raunar er það augljós lausn á vanda hans sem gæti verið ímyndaður: Ása er auðvitað hinn rétti viðtakandi hinnar óskiljanlegu ástríðu sem Drífa Sjöfn vakti honum í dag.

Hann ljómar svo af ánægju yfir þessari uppgötvun að Ása rekur upp stór augu og spyr: “Hvað?”

Hann svarar með því að taka utan um hana en hún ýtir honum frá sér áður en hann nær að koma kossi á varirnar.

“Úpps, maskinn”, segir hún afsakandi og bendir leikrænt með báðum vísifingrum framan í sig. Hún þreifar eftir hendi hans undir sænginni, þrýstir hana og segir blíðlega: “Bara ekki snerta andlitið.”

8 Comments:

Blogger Jóhann said...

Úr hvaða köku eru þessar mylsnur að falla?

3:45 e.h., ágúst 13, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Úr skáldsögu í smíðum. Ég byrjaði á þessu þegar ég var að skrifa síðustu bók. Fyrsta fyrirsögnin að slíkri færslu var, held ég, "Mylsna handa yður". Sumir af fyrstu textunum rötuðu aldrei inn í bókina sjálfa á endanum.

4:57 e.h., ágúst 13, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger abo-bder said...



شركة شحن اثاث من الرياض الى الامارات
شركة شحن اثاث من السعودية الى الامارات
شركة شحن اثاث من السعودية الى الامارات
شركة شحن ونقل الاثاث من الرياض الى الامارات


10:31 e.h., apríl 14, 2019  
Blogger abo-bder said...

فني تركيب ستلايت بالرياض
شركة قص اشجار بالرياض

1:51 f.h., september 16, 2020  
Blogger abo-bder said...


فني تركيب اثاث ايكيا بالرياض
.
.
.

12:48 f.h., mars 08, 2021  
Blogger Mai said...

افراحي
مصور فيديو بالفجيرة
مكاتب أفراح الفجيرة

7:15 e.h., maí 11, 2021  

Skrifa ummæli

<< Home