föstudagur, júní 11, 2004

Hvar eru bækurnar í Máli og menningu? Ég meina alvöru bækurnar. Smám saman hefur hin eiginlega erlenda bókmenntadeild verið að skreppa saman í kjallaranum og nú er nánast ekkert þarna lengur nema vísindaskáldsögur og reyfarar. Þar með á maður varla erindi aftur á Súfistann en helsti kostur þess kaffihúss var að geta gluggað í erlendar bækur á meðan drukkið var kaffi. Síðan keypti maður bók og bók. Það verður varla í bráð.