þriðjudagur, júní 22, 2004

Mogginn er búinn að sameina dægurmenningu og hámenningu í menningarumfjöllun blaðsins og tilkynnir það hátíðlega í leiðara. Ekkert að því. Ég hef ekkert á móti því að lesa bókmenntaumfjöllun og kvikmyndagagnrýni á sama staðnum. Ég vona bara að þessi breyting þróist ekki í þá átt að bókmenntirnar, þunga tónlistin og myndlistin detti að mestu út eða verða í skötulíki eins og menningarklálfur Raghneiðar Gyðu í DV. - Í augnablikinu má t.d. bara ganga að ritdómi vísum í Mogganum um nýtt skáldverk, er hugsanlegt að Mogginn detti þar út líka af því það fer svo mikið pláss í að segja frá nýjustu ævintýrum stráksins sem leikur Harry Potter, metsölu Arnaldar Indriðasonar í Þýskalandi eða aðsóknartölum bandarískum kvikmyndahúsum?