miðvikudagur, júní 09, 2004

Undir kvöld, þegar ég gekk eftir Hjarðarhaganum, sá ég konu hylja augu sín með hendinni. Þannig sat hún hreyfingarlaus í bílstjórasætinu, bíldyrnar opnar, enginn annar í bílnum. Var móðir hennar látin? Hafði eiginmaðurinn haldið framhjá henni? Eða var hún bara dauðþreytt? Mígreni? Undir kyrru yfirborðinu leynast sögur úti um allt. En sá sem hefði fyrir stuttu birt sögu um móður í Vesturbænum sem myrðir barnið sitt í svefni, hann hefði ekki virkað trúverðugur höfundur. Þegar ég fór í haustlitaferðina með Íslensku auglýsingastofunni í fyrra með rútu, þá sáu einhverjir stelpu totta kærastann sinn á götuljósum við Miklubraut. Slík sena vekur upp þá spurningu hvort klámmyndir séu þrátt fyrir allt trúverðugar. Eða er það kannski ungt fólk sem endurspeglar klámmyndir en ekki öfugt?

Tengsl veruleika og skáldskapar eru endalaust umhugsunarefni.