þriðjudagur, júní 08, 2004

Vel má vera að ég sé engu betri en óskaplega finnst mér fólk vera ómálefnanlegt þegar það hefur einu sinni skipað sér í lið á móti einhverjum. Meirihlutinn af þeim sem ég þekki eru sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Menn hljóta þá að vera samþykkir því að forseti Íslands hverju sinni neiti að skrifa undir öll lagafrumvörp sem hann er ósammála og vísi þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er allt morandi af fólki sem setur sig ekki inn í mál og hefur ekki áhuga á þeim. Samt á það að greiða atkvæði um þau og taka þingræðið af alþingi. Flestir eru t.d. í senn á móti sköttum en með ríkisútgjöldum. Mér virðist hér kominn vísir að skrílræði.

Er virkilega enginn sem er annars vegar á móti fjölmiðlafrumvarpinu en hins vegar líka á móti synjun forsetans? Er enginn málefnanlegur lengur? Eru allir bara í liði, þar af helmingur í liðinu á móti Davíð? Uppreisnin gegn Davíð.

Og síðan eru menn á móti því að 75% kjörsókn þurfi til að fella lagafrumvörp í þjóðaratkvæði. Hvers vegna í ósköpunum. Eiga kannski nokkur þúsund vinstri sinnaðir kjaftaskar að fá að stjórna því hvaða lagafrumvörp hægri stjórnar verða að veruleika?

Nóg um pólitík í bili. KR-ÍA á morgun. Mun KR rétta úr kútnum á ögurstundu eins og flest undanfarin ár eða verður þetta sumar endurtekning á 2001? Ætla á Rauða ljónið fyrir leik og svo fer það eftir úrslitunum hvort ég mæti þangað eftir leikinn.

Ekki mjög bókmenntalegur í dag? Jæja, ég svaf fyrir skriftum í morgun. Drattaðist í vinnuna rétt fyrir 11 og ætla að skrifa fram á nótt: endurgerð sögunnar Sektarskipti.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll og blessaður Ágúst.
Held ekki að þjóðin vilji að forsetinn neiti að skrifa undir öll lagafrumvörp sem hann er ósammála, það væri bara fásinna hjá forsetanum að gera slíkt.
Ég held að þetta mál sé þannig að hinn almenni Íslendingur getur aflað sér upplýsinga, mikið hefur verið spjallað um þetta t.d. á RÚV.

Nú eiga Baugsmenn meirihluta fjölmiðla, en þeir eiga ekki allar útvarpsstöðvarnar, né Skjá einn, ég veit á þeirri sjónvarpstöð er ekki fjallað um pólitísk efni. EN þar var þannig þáttur: Silfur Egils, svo að slíkur þáttur getur komið inn aftur OG auðvitað eiga Norðurljós ekki RÚV.
Ekki heldur internetið þar getur fólk sagt sínar skoðanir...
Svo held ég að það sé ekki rétt að skipta þessu svona í fylkingar: Vinstrimenn á móti hægrimönnum og Davíð. Held að það sé bara sikksakk hvað hver kýs...

Langar aðeins að minnast á EES málið. Stórt og mikilvægt mál. Þá var Vigdís forseti hún tók sér umhugsunarfrest hvort hún teldi rétt að samþykkja lögin. Á endanum gerði hún það. Það hefur komið fram að ef hún hefði ekki skrifað undir þá þyrfti hún ein að akitera og upplýsa þjóðina. Alltof mikið lagt á eina manneskju-veit auðvitað ekkert hvort það hefur spilað inní að hún skrifaði undir.

Annars Ágúst finnst mér mjög gaman að lesa (fannálinn) bloggið þitt.

Langar til að benda á annan góðan fannál: pezus.blogspot.com (af mörgum góðum)

Auður

8:49 e.h., júní 10, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl. Þakka góðar athugasemdir. Ég tékka endilega á þessari bloggsíðu.

9:50 e.h., júní 10, 2004  
Blogger oakleyses said...

louis vuitton, nike outlet, nike free run, nike air max, polo outlet, longchamp outlet, nike free, replica watches, nike roshe, ray ban sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, louis vuitton outlet, uggs on sale, louis vuitton outlet, longchamp outlet, prada outlet, ray ban sunglasses, tory burch outlet, ugg boots, tiffany jewelry, sac longchamp pas cher, christian louboutin, tiffany and co, louis vuitton, replica watches, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, christian louboutin uk, polo ralph lauren outlet online, ugg boots, michael kors pas cher, louboutin pas cher, polo ralph lauren, longchamp pas cher, burberry pas cher, jordan shoes, gucci handbags, nike air max, air max, longchamp outlet, jordan pas cher, prada handbags, oakley sunglasses wholesale, kate spade outlet, christian louboutin outlet, christian louboutin shoes, oakley sunglasses, cheap oakley sunglasses

4:22 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

new balance shoes, chi flat iron, nike trainers uk, vans outlet, ghd hair, ipad cases, iphone cases, mont blanc pens, bottega veneta, ferragamo shoes, mac cosmetics, herve leger, timberland boots, s6 case, wedding dresses, nike air max, iphone 6 cases, ralph lauren, soccer jerseys, valentino shoes, oakley, longchamp uk, baseball bats, soccer shoes, nike roshe run, babyliss, beats by dre, north face outlet, iphone 6s cases, nike huaraches, north face outlet, hermes belt, iphone 6s plus cases, celine handbags, lululemon, hollister clothing, mcm handbags, asics running shoes, nfl jerseys, abercrombie and fitch, insanity workout, jimmy choo outlet, iphone 5s cases, iphone 6 plus cases, hollister, instyler, giuseppe zanotti outlet, p90x workout, reebok outlet, louboutin

4:26 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

juicy couture outlet, juicy couture outlet, ugg, pandora jewelry, moncler, replica watches, moncler outlet, pandora uk, ugg,uggs,uggs canada, gucci, canada goose uk, swarovski crystal, converse, marc jacobs, canada goose outlet, moncler, supra shoes, ugg pas cher, hollister, swarovski, thomas sabo, pandora jewelry, moncler outlet, louis vuitton, moncler uk, louis vuitton, canada goose outlet, canada goose jackets, canada goose, canada goose, links of london, toms shoes, montre pas cher, pandora charms, doudoune moncler, moncler, barbour uk, louis vuitton, ugg uk, karen millen uk, moncler, ray ban, coach outlet, barbour, lancel, louis vuitton, hollister, louis vuitton, canada goose outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, wedding dresses, nike air max

4:29 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger yanmaneee said...

supreme hoodie
longchamps
supreme
curry 7 sour patch
kd 11
golden goose outlet
moncler jackets
yeezy shoes
hermes
yeezy shoes

1:33 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home