miðvikudagur, júlí 14, 2004

Fjölmiðlarnir segjast vera hlutlausir. Eflaust telja þeir sig vera það. Enginn fjölmiðill auglýsir sig þó lengur undir slagorðinu "frjálst og óháð". Þeir leggja aðeins áherslu á hlutleysi sitt aðspurðir. Hlutlausir eða ekki, þá er staðreyndin sú að mjög áhrifamiklir fjölmiðlar hafa gagnrýnt ríkisstjórnina linnulaust síðustu misseri. Þeir hafa auðvitað fullan rétt á því. Ríkisstjórnin er óvinsæl og mælist í töluverðum minnihluti í hverri skoðanakönnunni á eftir annarri. Engu að síður er ástandið í þjóðfélaginu þannig að efnahagsvandi er að verða fyrirbæri sem heyrir sögunni til. Ástandið hérna er svo gott að allir stjórnmálamenn og allir málsmetandi aðilar geta eytt heilu sumri í að karpa um fjölmiðlafrumvörp. Ástæðan er sú að það eru svo fá og lítil raunveruleg vandamál sem steðja að.

Fjölmiðlar eru skoðanamyndandi. Stöðugur málflutningur þeirra hefur haft þau áhrif að ríkisstjórnin er óvinsæl þó að ástand þjóðmála sé betra en það hefur nokkru sinni verið. Fjölmiðlar mega svo sem alveg hafa skoðanir og vera í stjórnarandstöðu. Ef ég væri blaðamaður vildi ég samt heldur vinna á óháðum fjölmiðli sem hlífði engum en segði umfram allt hlutlausar fréttir. - Hvernær koma slíkir fjölmiðlar aftur til sögunnar?