föstudagur, júlí 02, 2004

Hversu mikið á höfundur að móta af hugmynd sinni áður en hann byrjar að skrifa? Ég hef alltaf laðast að þeirri aðferð að halda út í óvissuna og sjá hvert mann ber niður. Að það örvi ímyndunaraflið og skáldagáfuna. En ég hef sjaldan eða aldrei verið í þessum sporum. Ég kem mér yfirleitt í þá aðstöðu að vera að skrifa "þetta" smásagnasafn sem ég ætla að ljúka fyrir "þennan" tíma og gefa út næsta haust. Nú hef ég tækifæri til að spinna í óvissu. Það er hins vegar nokkuð snúið því það er nánast ógjörningur að skrifa eitthvað af viti í hálfkæringi og í raun alltaf mikið átak og barátta við leti að koma góðum texta á blað.