Hvað skyldu Fylkismenn hugsa núna? Þeir eru með fimm stiga forystu. Þeir hafa þrisvar kastað frá sér titlinum, 2000, 2001 og 2002. Í fyrra höfðu þeir þetta ekki í sínum höndum, KR var betra; engu að síður hrundu þeir eftirminnilega, töpuðu 1-5 gegn Þrótti og héldu síðan áfram að tapa. Það þarf að dragast í nokkur ár að Fylkir vinni titilinn því mig grunar að þeir verði mjög erfiðir ef það tekst einu sinni. Það er ekki kominn meistarabragur á KR, vörnin og miðjan eru orðin þéttari en framlínan er bitlaus. Spurningin er sú hversu miklum framförum liðið tekur á næstu vikum. Maður má ekki vera vanþakklátur fyrir alla titlana en það hefur mistekist að búa til algjört súperlið í Vesturbænum þrátt fyrir þá, lið á borð við 1999-liðið. Menn ættu að stefna að því á næstu árum.
Er að lesa mjög forvitnilega smásögu eftir A.S. Byatt. Hafði alltaf afgreitt hana sem of artý. Þessi saga virðist heillandi. Segi frá henni þegar ég er búinn, ef hún stendur undir væntingum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home