miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hef ekki lesið DV í nokkra daga. Leiðarinn í dag er helgaður baráttunni gegn fjölmiðlalögunum hinum síðari og í Fyrst og fremst er Snorri Már Skúlason tekinn á beinið fyrir óvönduð ummæli um Baug. "Í fyrsta lagi kemur upplýsingafulltrúa Þjóðminjasafnsins ekkert við hvaða vörutegundir Bónus er með í hillum sínum." - Afgangurinn af blaðsíðunni fer síðan í að taka Björn Bjarnason fyrir.

Ég velti því fyrir mér hvort blaðamenn á DV og Fréttablaðinu fái aldrei óbragð í munninn af því vinna á áróðursneplum. Svo virðist ekki vera. Langar íslenska blaðamenn ekki lengur til að vera hlutlausir, segja fréttir, leita sannleikans og hlífa engum?

Núna er ég líklega búinn að eyðileggja möguleikann á bókarkynningu í þessum blöðum í haust en það verður að hafa það. Það er ekki hægt að taka þessu þegjandi.