mánudagur, júlí 12, 2004

Wannabe var að fá hálfsveittan, blendinn glaðning: Smásagnablað Nýs lífs er komið út. Í því eru 7 nýjar íslenskar smásögur, þar af Sektarskipti eftir umræddan. Gallinn er sá að ég lengdi þessa sögu um meira en 1000 orð eftir að ég skilaði henni í Nýtt líf og sú útgáfa sem birtist í bókinni minni í haust (sem væntanlega hefur færri lesendur en þetta smásagnahefti Nýs lífs) er því svo miklu betri. Það ánægjulega er hins vegar að þetta er 6. sagan sem birtist eftir mig á einu ári (ef ég tel Uppspuna Bjartsmanna með sem ekki kemur formlega út fyrr en í ágúst). Segja má að sögurnar mínar séu að rata víðar og örar en nokkru sinni fyrr.