föstudagur, ágúst 27, 2004

Frétti í morgun að Gunnar Gunnarsson hefði hrósað mér sérstaklega og alveg í hástert, já viðhaft hástemmt lof í ritdómi um Uppspuna á Rás 2. Ég lagði ekki í að nefna það hér í blogginu að ég á eina af bestu sögunum í þeirri bók, þegar ég viðhafði slík orð um söguna mína í 23. apríl fór 30- tískuliðið á fullt á netinu og náði ekki uppi í nefið á sér af hneykslun. Sjaldan hef ég orðið var við söfnuð sem hefur jafn mikla skömm á því athæfi að skera sig úr fjöldanum, og bloggara á aldrinum 20-30. Uppspuni er reyndar mun betri bók en 23. apríl enda til orðin á öðrum forsendum. Ég þakka Gunnari hrósið, verst að hafa ekki heyrt það.

1 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir. Mér skilst að þetta hafi verið í einhverjum morgunþætti á Rás 2 kl. hálfníu í morgun. Gunnar hefur annars verið fréttamaður á útvarpinu auk þess að hafa skrifað fjölmargar bækur í gegnum tíðina, t.d. um Spæjarann Margeir. Einnig var hann geysisnjall pistlahöfundur fyrir um 20 árum. Hann er mjög hliðhollur verkum mínum og því var ekki úr öðru að búast úr þessari áttinni.

3:40 e.h., ágúst 27, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home